Kona ættuð frá Rússlandi með græna fingur í Borgarnesi Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2019 20:00 Í Borgarnesi býr kona ættuð frá Rússlandi sem beitir óvenjulegum aðferðum við að rækta kartöflur þannig að þær vaxa hraðar en gengur og gerist og lengur fram á haustið en Íslendingar eiga að venjast. Þá ræktar hún alls kyns grænmeti og ávexti og býr til líkjör úr sólberjum, allt eftir aðferðum sem rússnesk amma hennar kenndi henni. Elena Lyngdal flutti frá Rostov í Rússlandi í Borgarnes fyrir fjórtán árum þar sem hún býr með íslenskri fjölskyldu sinni. Hún situr aldrei auðum höndum, vinnur á þremur stöðum, meðal annars á dvalarheimili aldraðra og þrífur tuttugu og fjögur heimili í bænum á milli þess sem hún ræktar grænmeti og ávexti eftir rússneskum aðferðum í garði sínum með slíkum árangri að eftir er tekið. Hún leggur útsæðið ofan á moldarlag og leggur gras yfir.Og þetta vex svona rosalega vel hjá þér, betur en í moldinni? „Já, já ég hugsa það. Þetta er bara gras og kartöflur,“ segir Elena stolt þar sem hún sýnir fréttamanni vænar kartöflur sem hún tekur beint undan graslagi í timburkassa.Þær eru stórar og fínar? „Já eitthvað um 200 grömm. Við smíðuðum kassa í enda apríl og sáðum kartöflum úr Húsasmiðjunni,“ segir Elena stolt. Eftir því sem kartöflukálið vex leggur Elena meira gras yfir kartöflurnar og segist geta tekið upp nýjar kartöflur langt fram á haustið. „Ég lærði þetta á YouTube. Svona gerir fólk þetta í Síberíu í Rússlandi þar sem fólk hefur tekið upp níu kíló af kartöflum út frá einni kartöflu. Ég veit ekki hvað mikið ég tek hér,“ segir Elena. En hún er nú þegar búin að taka upp sex kíló úr einu litlu hólfi í kassanum sínum.Gúrkur, mandarínur og líkjör En hún ræktar ekki bara kartöflur. Í gróðurhúsi sem Högni maður hennar smíðaði kennir ýmissa grasa, oft af fræjum sem hún flytur inn frá heimalandinu eins og tómatafræ. „Hafa þetta sætt og safaríkt. Allir koma og smakka hvað þetta er rosalega gott. Og góð lykt eins og þú finnur,“ segir Elena og réttir fréttamanni vænan og eldrauðan tómat.Þetta lyktar mjög vel. „Já, þetta er tómatalykt.“Má ég bíta í hann? „Já, já gjörðu svo vel.“Þetta er frábær tómatur. „Já, já,“ segir Elena hæst ánægð með árangurinn. Það er of langt að telja upp öll berin, grænmetið og ávextina eins og mandarínur sem Elena ræktar. „Ég er búin að taka um 30 kíló á þessu ári af gúrku. Og gjörðu svo vel þú mátt smakka. Hvernig finnst þér,“ spyr Elena.Þetta er úrvals gúrka og hún er líka svolítið sæt. „Já, fólk spyr hvort þetta séu grænir bananar,“ segir Elena og hlær. En áður en fréttamaður kvaddi lumaði Elena á enn einu leyndarmálinu, líkjör úr sólberjum sem hún ræktar. Þetta er rautt eins og Rússland, sagði fréttamaður Þar sem hann leit á mjöðinn í staupinu. „Smakkaðu,“ sagði Elena sem upplýsti að uppskriftin væri kíló af sólberjum, hálft kíló af sykri og eins flaska af vodka.Þetta er æðislegt, sagði fréttamaður eftir að af dreypt á líkjörnum. „Ekki spurning,“ sagði Elena. Borgarbyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Í Borgarnesi býr kona ættuð frá Rússlandi sem beitir óvenjulegum aðferðum við að rækta kartöflur þannig að þær vaxa hraðar en gengur og gerist og lengur fram á haustið en Íslendingar eiga að venjast. Þá ræktar hún alls kyns grænmeti og ávexti og býr til líkjör úr sólberjum, allt eftir aðferðum sem rússnesk amma hennar kenndi henni. Elena Lyngdal flutti frá Rostov í Rússlandi í Borgarnes fyrir fjórtán árum þar sem hún býr með íslenskri fjölskyldu sinni. Hún situr aldrei auðum höndum, vinnur á þremur stöðum, meðal annars á dvalarheimili aldraðra og þrífur tuttugu og fjögur heimili í bænum á milli þess sem hún ræktar grænmeti og ávexti eftir rússneskum aðferðum í garði sínum með slíkum árangri að eftir er tekið. Hún leggur útsæðið ofan á moldarlag og leggur gras yfir.Og þetta vex svona rosalega vel hjá þér, betur en í moldinni? „Já, já ég hugsa það. Þetta er bara gras og kartöflur,“ segir Elena stolt þar sem hún sýnir fréttamanni vænar kartöflur sem hún tekur beint undan graslagi í timburkassa.Þær eru stórar og fínar? „Já eitthvað um 200 grömm. Við smíðuðum kassa í enda apríl og sáðum kartöflum úr Húsasmiðjunni,“ segir Elena stolt. Eftir því sem kartöflukálið vex leggur Elena meira gras yfir kartöflurnar og segist geta tekið upp nýjar kartöflur langt fram á haustið. „Ég lærði þetta á YouTube. Svona gerir fólk þetta í Síberíu í Rússlandi þar sem fólk hefur tekið upp níu kíló af kartöflum út frá einni kartöflu. Ég veit ekki hvað mikið ég tek hér,“ segir Elena. En hún er nú þegar búin að taka upp sex kíló úr einu litlu hólfi í kassanum sínum.Gúrkur, mandarínur og líkjör En hún ræktar ekki bara kartöflur. Í gróðurhúsi sem Högni maður hennar smíðaði kennir ýmissa grasa, oft af fræjum sem hún flytur inn frá heimalandinu eins og tómatafræ. „Hafa þetta sætt og safaríkt. Allir koma og smakka hvað þetta er rosalega gott. Og góð lykt eins og þú finnur,“ segir Elena og réttir fréttamanni vænan og eldrauðan tómat.Þetta lyktar mjög vel. „Já, þetta er tómatalykt.“Má ég bíta í hann? „Já, já gjörðu svo vel.“Þetta er frábær tómatur. „Já, já,“ segir Elena hæst ánægð með árangurinn. Það er of langt að telja upp öll berin, grænmetið og ávextina eins og mandarínur sem Elena ræktar. „Ég er búin að taka um 30 kíló á þessu ári af gúrku. Og gjörðu svo vel þú mátt smakka. Hvernig finnst þér,“ spyr Elena.Þetta er úrvals gúrka og hún er líka svolítið sæt. „Já, fólk spyr hvort þetta séu grænir bananar,“ segir Elena og hlær. En áður en fréttamaður kvaddi lumaði Elena á enn einu leyndarmálinu, líkjör úr sólberjum sem hún ræktar. Þetta er rautt eins og Rússland, sagði fréttamaður Þar sem hann leit á mjöðinn í staupinu. „Smakkaðu,“ sagði Elena sem upplýsti að uppskriftin væri kíló af sólberjum, hálft kíló af sykri og eins flaska af vodka.Þetta er æðislegt, sagði fréttamaður eftir að af dreypt á líkjörnum. „Ekki spurning,“ sagði Elena.
Borgarbyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira