Enski boltinn

Eiður og Jimmy Hasselbaink á topp 10 yfir framherjapör

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þeir Eiður og Jimmy gátu skorað mörk saman
Þeir Eiður og Jimmy gátu skorað mörk saman vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink eru á topp 10 lista Give Me Sport yfir bestu framherjapör ensku úrvalsdeildarinnar.

Vefsíðan tók saman lista yfir bestu framherjapörin og byggði listann á fjölda marka sem framherjarnir tveir skoruðu samanlagt á einu tímabili.

Neðstir á listanum voru Arsenalmennirnir Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang frá því á síðasta tímabili en þeir skoruðu þá samtals 35 mörk.

Eiður og Hasselbaink eru í sjöunda sæti listans.

„Þeir eru algjörar andstæður þegar kemur að leikstíl, en við vitum öll að andstæður laðast að hvor annarri,“ segir í umsökn vefsíðunnar.

Félagarnir skoruðu 37 mörk tímabilið 2001-02 í bláa Chelsea búningnum.

Þeir voru nokkuð langt frá þeim sem tróna á toppi listans en þar sitja Andy Cole og Peter Beardsley. Þeir skoruðu 55 mörk fyrir Newcastle tímabilið 1993-94.

Topp 10 listinn:

10. Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang - 35 mörk 2018/19

9. Dwight Yorke og Andy Cole - 35 mörk 1998/99

8. Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy - 37 mörk 2004/05

7. Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink - 37 mörk 2001/02

6. Robbie Fowler og Stan Collymore - 42 mörk 1995/96

5. Kevin Phillips og Niall Quinn - 44 mörk 1999/00

4. Alan Shearer og Les Ferdinand - 49 mörk 1996/97

3. Alan Shearer og Chris Sutton - 49 mörk 1994/95

2. Luis Suarez og Daniel Sturridge - 52 mörk 2013/14

1. Andy Cole og Peter Beardsley - 55 mörk 1993/94




Fleiri fréttir

Sjá meira


×