Enski boltinn

Eriksen var alltaf ánægður hjá Tottenham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pochettino er ánægður með Eriksen.
Pochettino er ánægður með Eriksen. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Spurs, reynir að taka upp hanskann fyrir Christian Eriksen í dag en Daninn reyndi að komast frá félaginu í sumar án árangurs.Eriksen var í leit að nýrri áskorun og opnaði alla glugga. Honum eflaust til mikillar undrunar mætti enginn til þess að heilsa upp á hann og úr varð að hann er enn leikmaður Tottenham.Dainn hefur aðeins spilað einn heilan leik í vetur og þarf að koma sér aftur inn í liðið.„Hann sagðist aldrei hafa verið óánægður hjá okkur. Hann var alltaf ánægður hérna,“ segir Pochettino sem eflaust var mjög feginn að halda Dananum.„Andlegt ástand hans er orðið gott og því mun ég halda áfram að velja hann í liðið. Hann er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og verður það áfram.“Spurs tekur á móti Crystal Palace á morgun.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.