Enski boltinn

Rooney: Gullkynslóð Englands hefði unnið allt undir Pep Guardiola

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wayne Rooney og Pep Guardiola á góðri stundu.
Wayne Rooney og Pep Guardiola á góðri stundu. vísir/getty
Wayne Rooney trúir því að ef enska gullkynslóðin hefði haft þjálfara af svipuðum gæðaflokki og Pep Guadiola hefði liðið unnið allt sem í boði var.

Rooney lék 120 leiki fyrir enska landsliðið og tók þátt í sex stórmótum. Hann komst aldrei lengra en í átta liða úrslitin.

Hann segir að það hafi frekar verið á herðum þjálfarans en að gæðin hafi ekki verið til staðar.

„Ég horfi á England spenntur og ánægður þegar þeir vinna. Þú sérð liðið sem við vorum með fyrir tíu árum og við vorum með besta hóp af leikmönnum í heimsfótboltanum,“ sagði Rooney við Wayne Rooney hlaðvarpið.







„Rio Ferdinand, John Terry, Ashley Cole, Steven Gerrard, Paul Scholes, Frank Lampard, David Beckham, ég sjálfur, Michael Owen. Ef Guardiola hefði stýrt þessu liði þá hefðum við unnið allt og á því er enginn vafi.“

Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Englands en hann skoraði 53 mörk. Harry Kane, núverandi fyrirliði Englands, er kominn með 26 mörk.

„Ég tók mörkunum aldrei sem sjálfsögðum hlut. Þegar ég fór yfir 35 mörkin vissi ég að ég nálgaðist en ég held að þetta standi ekki næstu 50 árum. Harry Kane er frábær markaskorari og tölfræði hans með Englandi er frábær.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×