Innlent

Sakaður um árás á mann að næturlagi fyrir utan Hressó

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árásin átti sér stað sumarið 2016 eða fyrir rúmlega þremur árum.
Árásin átti sér stað sumarið 2016 eða fyrir rúmlega þremur árum. Vísir/Kolbeinn Tumi
Héraðssaksóknari hefur ákært 23 ára karlmann fyrir sérstaka hættulega líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 5. júní árið 2016. Honum er gefið að sök að hafa veist að ungum karlmanni með hnefahöggum og spörkum, rifið hann niður í götuna og traðkað á andliti hans að minnsta kosti tvisvar sinnum þar sem hann lá á götunni.Hlaut sá sem fyrir árásinni varð nefbrot og lausar tennur.Þá er karlmaðurinn sömuleiðis ákærður fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa haft í vörslum sínum 0,37 g af kókaíni sem lögreglan fann við leit á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík.Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur í næstu viku.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.