Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2019 13:45 Pétur Viðarsson og Björn Daníel Sverrisson verða í eldlínunni á morgun. vísir/daníel Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður FH, segir að það sé kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikanum en segir að stemningin í FH-hópnum sé róleg. FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en Víkingur hefur ekki orðið bikarmeistari frá árinu 1971. „Þetta leggst bara vel í mig. Það eru allir spenntir og þetta eru skemmtilegustu leikirnir sem þú spilar á Íslandi. Ég held að það sé spenningur og menn tilbúnir í þetta,“ sagði Björn við Vísi á æfingu FH-liðsins í dag. Miðjumaðurinn knái segir að það sé spenna í hópnum en þeir séu ekki yfirspenntir. „Já en það er samt búið að vera rólegt andrúmsloft. Það er langt síðan við spilum síðast og menn búnir að hvílast vel. Við erum búnir að hafa nægan tíma til að fara yfir Víkings-liðið.“ „Þetta er stórleikur en menn þurfa að spila þetta eins og hvern annan fótboltaleik svo ég held að menn séu nokkuð slakir yfir þessu.“ FH og Víkingur hafa spilað tvo leiki í sumar. Liðin gerðu jafntefli á Eimskips-vellinum í byrjun sumarsins og FH vann nauman sigur í Kaplakrika. „Þetta leggst fínt í mig. Víkingur er búið að sýna að þeir eru með gott lið þó að taflan sýni annað, þá skiptir það engu máli. Við erum búnir að vinna einn leik gegn þeim og gera eitt jafntefli.“FH-ingar fagna sigri á KR í undanúrslitunum sem skaut þeim í úrslitaleikinn.vísir/daníel„Þeir eru góðir í fótbolta, sprækir og pressa vel. Við erum búnir að spila við þá tvisvar í sumar en samt sem áður búnir að fara vel yfir þá síðustu daga.“ Björn horfir ekki mikið á stöðu Víkinga í deildinni þar sem þeir hafa verið að berjast við botninn lengst af sumri. „Þetta er bikarúrslitaleikur og það er öðruvísi en að spila á Íslandsmótinu. Það skiptir engu máli við hvaða lið þú ert að fara spila á móti, þetta verður alltaf erfitt og snýst um hvort liðið sé meira tilbúið.“ FH hefur ekki orðið meistari síðan 2016 og ekki unnið bikarinn síðan 2010, einmitt þegar Björn Daníel var síðast í FH-liðinu. „Það er þó nokkuð langur tími. Það er einnig langt síðan FH varð bikarmeistari og það var 2010 þegar ég var í FH síðast. Það eru níu ár síðan og kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann.“ Upphitun fyrir úrslitaleikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 16.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 17.00. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Fimleikafélagið: „Þú mátt fá tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn en mikil spenna er fyrir leiknum. 12. september 2019 14:30 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Þjálfari Víkings heldur í vonina að hægt verði að tjasla Kára Árnasyni saman fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. 11. september 2019 14:58 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður FH, segir að það sé kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikanum en segir að stemningin í FH-hópnum sé róleg. FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en Víkingur hefur ekki orðið bikarmeistari frá árinu 1971. „Þetta leggst bara vel í mig. Það eru allir spenntir og þetta eru skemmtilegustu leikirnir sem þú spilar á Íslandi. Ég held að það sé spenningur og menn tilbúnir í þetta,“ sagði Björn við Vísi á æfingu FH-liðsins í dag. Miðjumaðurinn knái segir að það sé spenna í hópnum en þeir séu ekki yfirspenntir. „Já en það er samt búið að vera rólegt andrúmsloft. Það er langt síðan við spilum síðast og menn búnir að hvílast vel. Við erum búnir að hafa nægan tíma til að fara yfir Víkings-liðið.“ „Þetta er stórleikur en menn þurfa að spila þetta eins og hvern annan fótboltaleik svo ég held að menn séu nokkuð slakir yfir þessu.“ FH og Víkingur hafa spilað tvo leiki í sumar. Liðin gerðu jafntefli á Eimskips-vellinum í byrjun sumarsins og FH vann nauman sigur í Kaplakrika. „Þetta leggst fínt í mig. Víkingur er búið að sýna að þeir eru með gott lið þó að taflan sýni annað, þá skiptir það engu máli. Við erum búnir að vinna einn leik gegn þeim og gera eitt jafntefli.“FH-ingar fagna sigri á KR í undanúrslitunum sem skaut þeim í úrslitaleikinn.vísir/daníel„Þeir eru góðir í fótbolta, sprækir og pressa vel. Við erum búnir að spila við þá tvisvar í sumar en samt sem áður búnir að fara vel yfir þá síðustu daga.“ Björn horfir ekki mikið á stöðu Víkinga í deildinni þar sem þeir hafa verið að berjast við botninn lengst af sumri. „Þetta er bikarúrslitaleikur og það er öðruvísi en að spila á Íslandsmótinu. Það skiptir engu máli við hvaða lið þú ert að fara spila á móti, þetta verður alltaf erfitt og snýst um hvort liðið sé meira tilbúið.“ FH hefur ekki orðið meistari síðan 2016 og ekki unnið bikarinn síðan 2010, einmitt þegar Björn Daníel var síðast í FH-liðinu. „Það er þó nokkuð langur tími. Það er einnig langt síðan FH varð bikarmeistari og það var 2010 þegar ég var í FH síðast. Það eru níu ár síðan og kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann.“ Upphitun fyrir úrslitaleikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 16.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 17.00.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Fimleikafélagið: „Þú mátt fá tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn en mikil spenna er fyrir leiknum. 12. september 2019 14:30 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Þjálfari Víkings heldur í vonina að hægt verði að tjasla Kára Árnasyni saman fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. 11. september 2019 14:58 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Fimleikafélagið: „Þú mátt fá tvo ef ég verð í liðinu á laugardaginn“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn en mikil spenna er fyrir leiknum. 12. september 2019 14:30
Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30
Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Þjálfari Víkings heldur í vonina að hægt verði að tjasla Kára Árnasyni saman fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. 11. september 2019 14:58