Fótbolti

Hörður Björgvin skoraði í torsóttum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hörður á skotskónum í dag
Hörður á skotskónum í dag vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörn rússneska stórveldisins CSKA Moskvu þegar liðið heimsótti nýliða Tambov í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.Leikurinn var markalaus allt þar til á 84.mínútu þegar Kristijan Bistrovic braut ísinn fyrir gestina sem höfðu meðal annars klúðrað vítaspyrnu skömmu áður þegar Fedor Chalov brást bogalistin á vítapunktinum.Hörður Björgvin gulltryggði svo sigur CSKA í uppbótartíma þegar hann skoraði annað mark liðsins en CSKA voru mannu fleiri frá 72.mínútu.Arnór Sigurðsson er meiddur og var því ekki í leikmannahópi CSKA í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.