Fótbolti

Hörður Björgvin skoraði í torsóttum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hörður á skotskónum í dag
Hörður á skotskónum í dag vísir/getty

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörn rússneska stórveldisins CSKA Moskvu þegar liðið heimsótti nýliða Tambov í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Leikurinn var markalaus allt þar til á 84.mínútu þegar Kristijan Bistrovic braut ísinn fyrir gestina sem höfðu meðal annars klúðrað vítaspyrnu skömmu áður þegar Fedor Chalov brást bogalistin á vítapunktinum.

Hörður Björgvin gulltryggði svo sigur CSKA í uppbótartíma þegar hann skoraði annað mark liðsins en CSKA voru mannu fleiri frá 72.mínútu.

Arnór Sigurðsson er meiddur og var því ekki í leikmannahópi CSKA í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.