Fótbolti

Piatek hetja AC Milan í naumum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað
Sigurmarkinu fagnað vísir/getty

Pólska markamaskínan Krzysztof Piatek reyndist hetja AC Milan í kvöld þegar ítalska stórliðið heimsótti Hellas Verona í 3.umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Mariusz Stepinski, sóknarmaður Verona, fékk að líta beint rautt spjald á 21.mínútu og í kjölfarið pökkuðu heimamenn í vörn. 

Það gekk ágætlega allt þar til á 68.mínútu þegar vítaspyrna var dæmd á heimamenn. Piatek fór á punktinn og skoraði það sem reyndist eina mark leiksins. Davide Calabria, varnarmaður AC Milan, fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma en lokatölur 0-1 fyrir AC Milan.

AC Milan með 6 stig eftir þrjár umferðir og markatöluna 2:1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.