Fótbolti

Piatek hetja AC Milan í naumum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað
Sigurmarkinu fagnað vísir/getty
Pólska markamaskínan Krzysztof Piatek reyndist hetja AC Milan í kvöld þegar ítalska stórliðið heimsótti Hellas Verona í 3.umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.Mariusz Stepinski, sóknarmaður Verona, fékk að líta beint rautt spjald á 21.mínútu og í kjölfarið pökkuðu heimamenn í vörn. Það gekk ágætlega allt þar til á 68.mínútu þegar vítaspyrna var dæmd á heimamenn. Piatek fór á punktinn og skoraði það sem reyndist eina mark leiksins. Davide Calabria, varnarmaður AC Milan, fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma en lokatölur 0-1 fyrir AC Milan.AC Milan með 6 stig eftir þrjár umferðir og markatöluna 2:1.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.