Mane og Salah skoruðu mörkin en galdrasendingar Firmino stálu senunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2019 17:00 Roberto Firmino fagnar markinu með Mohamed Salah. Getty/ Andrew Powell Liverpool er enn með fullt hús eftir fimm fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé endurkomusigri á Newcastle United um helgina. Liverpool lenti 1-0 undir í upphafi leiks en snéri leiknum við og vann sannfærandi 3-1 sigur. Sadio Mane skoraði fyrstu tvö mörkin en það síðasta skoraði Mohamed Salah. Það var gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool og sjá þá báða á skotskónum og fagna mörkunum saman eftir pirringin á milli þeirra fyrir landsleikjahlé. Sadio Mane og Mohamed Salah hafa nú skorað jafnmörg mörk á þessu tímabili, fjögur hvor, og enn fremur eru þeir báðir með 26 mörk frá upphafi síðasta tímabils.Bobby Firmino’s MOTM display against @NUFC tempted Jürgen Klopp to join in with Anfield’s frequent serenading of #LFC's No.9...https://t.co/07gl6n6SoS — Liverpool FC (@LFC) September 16, 2019 Mane og Salah skoruðu kannski mörkin í leik helgarinnar en það voru galdrasendingar Brasilíumannsins Roberto Firmino sem stálu senunni. Firmino spilaði með brasilíska landsliðinu aðeins 72 klukkutímum fyrir leikinn og þurfti að auki að ferðast yfir Atlantshafið. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað því að byrja með hann á bekknum. Liverpool var reyndar búið að jafna leikinn þegar Roberto Firmino leysti meiddan Divock Origi af hólmi á 37. mínútu. Aðeins nokkrum mínútum síðar stal Roberto Firmino boltanum og stakk honum inn á Sadio Mane sem kom Liverpool yfir. Firmino stal síðan algjörlega senunni í seinni hálfleik þar sem hann fór á kostum í skemmtilegum sendingum á félaga sína.Bobby's flick Mo's finish Just, WOW! pic.twitter.com/dHlVZW5VQi — Liverpool FC (@LFC) September 14, 2019 Hann hafði getað endað daginn með fjórar eða fimm stoðsendingar en liðsfélagar hans fóru ekki nógu vel með færin. Firmino átti hins vegar galdrasendingu á Mohamed Salah í þriðja markinu. Klopp viðurkenndi að það hafi ekki gengið upp að hafa Divock Origi úti vinstra megin og Sadio Mane inn á miðjunni. „Bobby kom inn í sína bestu stöðu. Mo komst meira inn í leikinn, þeir spiluðu veggspil saman og við tókum stjórnina í leiknum eftir að við fórum að finna Bobby í fæturnar. Liðið skoraði stórglæsileg mörk eftir fallegan fótbolta,“ sagði Klopp. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, var heldur ekki í neinum vafa um hvað réði úrslitum í leiknum. „Lykillinn fyrir þá var að fá Firmino inn. Hreyfingar hans og spilamennska breytti öllu. Þessir þrír fremstu eru eins góðir og menn verða. Þú skilur vel af hverju þeir eru Evrópumeistarar og töpuðu aðeins einu sinni á síðustu leiktíð,“ sagði Bruce.MAGICAL, BOBBY pic.twitter.com/gmNN6iS1cN — Liverpool FC (@LFC) September 15, 2019 Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Liverpool er enn með fullt hús eftir fimm fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé endurkomusigri á Newcastle United um helgina. Liverpool lenti 1-0 undir í upphafi leiks en snéri leiknum við og vann sannfærandi 3-1 sigur. Sadio Mane skoraði fyrstu tvö mörkin en það síðasta skoraði Mohamed Salah. Það var gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool og sjá þá báða á skotskónum og fagna mörkunum saman eftir pirringin á milli þeirra fyrir landsleikjahlé. Sadio Mane og Mohamed Salah hafa nú skorað jafnmörg mörk á þessu tímabili, fjögur hvor, og enn fremur eru þeir báðir með 26 mörk frá upphafi síðasta tímabils.Bobby Firmino’s MOTM display against @NUFC tempted Jürgen Klopp to join in with Anfield’s frequent serenading of #LFC's No.9...https://t.co/07gl6n6SoS — Liverpool FC (@LFC) September 16, 2019 Mane og Salah skoruðu kannski mörkin í leik helgarinnar en það voru galdrasendingar Brasilíumannsins Roberto Firmino sem stálu senunni. Firmino spilaði með brasilíska landsliðinu aðeins 72 klukkutímum fyrir leikinn og þurfti að auki að ferðast yfir Atlantshafið. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað því að byrja með hann á bekknum. Liverpool var reyndar búið að jafna leikinn þegar Roberto Firmino leysti meiddan Divock Origi af hólmi á 37. mínútu. Aðeins nokkrum mínútum síðar stal Roberto Firmino boltanum og stakk honum inn á Sadio Mane sem kom Liverpool yfir. Firmino stal síðan algjörlega senunni í seinni hálfleik þar sem hann fór á kostum í skemmtilegum sendingum á félaga sína.Bobby's flick Mo's finish Just, WOW! pic.twitter.com/dHlVZW5VQi — Liverpool FC (@LFC) September 14, 2019 Hann hafði getað endað daginn með fjórar eða fimm stoðsendingar en liðsfélagar hans fóru ekki nógu vel með færin. Firmino átti hins vegar galdrasendingu á Mohamed Salah í þriðja markinu. Klopp viðurkenndi að það hafi ekki gengið upp að hafa Divock Origi úti vinstra megin og Sadio Mane inn á miðjunni. „Bobby kom inn í sína bestu stöðu. Mo komst meira inn í leikinn, þeir spiluðu veggspil saman og við tókum stjórnina í leiknum eftir að við fórum að finna Bobby í fæturnar. Liðið skoraði stórglæsileg mörk eftir fallegan fótbolta,“ sagði Klopp. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, var heldur ekki í neinum vafa um hvað réði úrslitum í leiknum. „Lykillinn fyrir þá var að fá Firmino inn. Hreyfingar hans og spilamennska breytti öllu. Þessir þrír fremstu eru eins góðir og menn verða. Þú skilur vel af hverju þeir eru Evrópumeistarar og töpuðu aðeins einu sinni á síðustu leiktíð,“ sagði Bruce.MAGICAL, BOBBY pic.twitter.com/gmNN6iS1cN — Liverpool FC (@LFC) September 15, 2019
Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira