Enski boltinn

David de Gea búinn að framlengja samning sinn við Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David de Gea með knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær.
David de Gea með knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Getty/John Peters
David de Gea er ekki á förum frá Manchester United því hann gekk í dag frá nýjum samning við félagið.

Óvissa hefur verið uppi um framtíð David de Gea á Old Trafford en ekki lengur. Nýi samningurinn hans nær til ársins 2023.

Gamli samningur De Gea átti að renna út næsta sumar.

David de Gea er 28 ára gamall og hefur spilað 367 leiki með félaginu síðan að Sir Alex Ferguson keypti hann frá Atletico Madrid fyrir 18,9 milljónir punda sumarið 2011.

„Nú þegar framtíð mín er komin á hreint þá er það eins sem ég vil gera er að hjálpa þessu liði að afreka það sem ég tel að við getum sem er að fara að vinna titla aftur,“ sagði David de Gea.

„Það hafa verið forréttindi að fá að eyða átta árum hjá þessu frábæra félagi,“ sagði De Gea.

David de Gea hefur oftar en ekki verið kosinn besti leikmaður Manchester United á tíma sínum hjá félaginu þó að hann hafi mátt þola meiri gagnrýni síðustu misserin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.