Fótbolti

Zlatan: Ég er besti leikmaður í sögu MLS

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kóngurinn í Bandaríkjunum
Kóngurinn í Bandaríkjunum vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic var maður helgarinnar í MLS deildinni í knattspyrnu um síðastliðna helgi eins og stundum áður. Hann skoraði þrennu í 7-2 sigri LA Galaxy á Sporting Kansas City og lét svo í sér heyra í viðtölum eftir leikinn.„Ég tel að ég sá besti sem hefur spilað í MLS deildinni, í fullri alvöru. Hefur þú verið að fylgjast með þessi tvö ár sem ég hef spilað hérna?“ spurði Zlatan blaðamann.LA Galaxy er á leið í úrslitakeppnina og spurði blaðamaður Zlatan hvort hann þyrfti ekki að vinna deildina til að geta sagst vera sá besti í sögu hennar. Svíinn segir það ekki vera hvati fyrir sig.„Nei ég vil vinna deildina af því að til þess spila ég. Ekki til að sýna mig eða sanna. Ég sagði það um leið og ég kom hingað að ég var ekki að koma hingað í frí. Ég er hér til að ná árangri og sýna öllum út á hvað þessi leikur gengur,“ sagði Zlatan og hélt áfram.„Ég hef gert góða hluti hérna. Í raun alveg ótrúlega. Ég hef staðið mig fullkomlega,“ sagði Svíinn að lokum.

Tengd skjöl

MLS

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.