Fótbolti

Zlatan allt annað en sáttur með skipulagið á MLS-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic, stórstjarna LA Galaxy í MLS-deildinni, er ekki sáttur með uppsetninguna á MLS-deildinni og veltir fyrir sér hvaða hugarfar er verið að búa til.

Í Bandaríkjunum er ekki bara einföld deild heldur er farið í úrslitakeppni, svipað og í handboltanum og körfuboltanum hér heima, og þannig detta liðin út hvert að öðru.

Við þetta er sá sænski ekki ánægður með og í viðtali í gær skaut hann aðeins á hvaða hugarfar er verið að búa til.





„Mér finnst kerfið vera skítur (e. shit) en það er eins og það er,“ sagði Svíinn er hann ræddi við fjölmiðlamenn í gær.

„Þú talar um hugarfar og fyrir mig er hugarfar allir dagar, æfingar og þú spilar eins og þú æfir. Úrslitin í öllum leikjum eru mikilvæg en hérna geturu endað í sjöunda sætinu og komist í úrslitakeppnina.“

„Hvernig ætlaru að búa til hugarfar til þess að vera á tánum í 24 tíma? Það er mjög mikilvægt,“ sagði sá sænski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×