Zlatan hraunar yfir MLS: Ég er eins og Ferrari innan um Fiat bíla Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2019 08:00 Zlatan Ibrahimovic Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og hann talaði vægast sagt hreint út í viðtali við ESPN í Bandaríkjunum þar sem hann spilar nú með LA Galaxy í MLS deildinni. Óhætt er að segja að hinn 37 ára gamli Zlatan hafi komið sem stormsveipur inn í bandarísku atvinnumannadeildina en hann hefur skorað 13 mörk í 16 leikjum á yfirstandandi leiktíð auk þess að leggja upp 3 mörk. Zlatan spilaði með Malmö, Ajax, Juventus, Inter Milan, Barcelona, AC Milan, PSG og Man Utd á blómlegum ferli í Evrópu áður en hann færði sig um set til Ameríku. „MLS er ekki í sama flokki og fótboltinn í Evrópu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Zlatan „Þegar ég spilaði í Evrópu spilaði ég með leikmönnum sem voru í mínum gæðaflokki eða nálægt því og þá er auðveldara að tengja við þá. Hér er ég eins og Ferrari innan um fullt af Fiat bílum,“ segir Zlatan, hógvær að vanda. Hann sendir liðsfélögum sínum pillu en kveðst hafa glímt við sama vandamál áður þegar hann lék með sænska landsliðinu. „Það getur komið fyrir að Ferrari-inn verði að Fiat eða að Fiat-inn verði að Ferrari. Ég var í sömu málum með sænska landsliðinu á sínum tíma þó það hafi ekki verið jafn slæmt. Ég sagði þá að ég ætlaði ekki að sætta mig við það. Ég sætti mig ekki við ef ég fæ ekki boltann eða ef hann kemur of seint til mín.“ „Ég vil að liðsfélagar mínir stígi upp og nálgist minn gæðaflokk. Annars verður leikurinn hægari. Fótboltinn hér (í MLS) gæti verið miklu hraðari, miklu taktískari og miklu skilvirkari,“ segir Zlatan jafnframt. Það er risaleikur í MLS á morgun þegar LA Galaxy mætir Los Angeles FC í baráttunni um Englaborgina en síðarnefnda liðið, með Carlos Vela innanborðs, trónir á toppi Vesturdeildarinnar á meðan Zlatan og félagar eru í 3.sæti. Fótbolti Tengdar fréttir Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og hann talaði vægast sagt hreint út í viðtali við ESPN í Bandaríkjunum þar sem hann spilar nú með LA Galaxy í MLS deildinni. Óhætt er að segja að hinn 37 ára gamli Zlatan hafi komið sem stormsveipur inn í bandarísku atvinnumannadeildina en hann hefur skorað 13 mörk í 16 leikjum á yfirstandandi leiktíð auk þess að leggja upp 3 mörk. Zlatan spilaði með Malmö, Ajax, Juventus, Inter Milan, Barcelona, AC Milan, PSG og Man Utd á blómlegum ferli í Evrópu áður en hann færði sig um set til Ameríku. „MLS er ekki í sama flokki og fótboltinn í Evrópu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Zlatan „Þegar ég spilaði í Evrópu spilaði ég með leikmönnum sem voru í mínum gæðaflokki eða nálægt því og þá er auðveldara að tengja við þá. Hér er ég eins og Ferrari innan um fullt af Fiat bílum,“ segir Zlatan, hógvær að vanda. Hann sendir liðsfélögum sínum pillu en kveðst hafa glímt við sama vandamál áður þegar hann lék með sænska landsliðinu. „Það getur komið fyrir að Ferrari-inn verði að Fiat eða að Fiat-inn verði að Ferrari. Ég var í sömu málum með sænska landsliðinu á sínum tíma þó það hafi ekki verið jafn slæmt. Ég sagði þá að ég ætlaði ekki að sætta mig við það. Ég sætti mig ekki við ef ég fæ ekki boltann eða ef hann kemur of seint til mín.“ „Ég vil að liðsfélagar mínir stígi upp og nálgist minn gæðaflokk. Annars verður leikurinn hægari. Fótboltinn hér (í MLS) gæti verið miklu hraðari, miklu taktískari og miklu skilvirkari,“ segir Zlatan jafnframt. Það er risaleikur í MLS á morgun þegar LA Galaxy mætir Los Angeles FC í baráttunni um Englaborgina en síðarnefnda liðið, með Carlos Vela innanborðs, trónir á toppi Vesturdeildarinnar á meðan Zlatan og félagar eru í 3.sæti.
Fótbolti Tengdar fréttir Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00