Zlatan hraunar yfir MLS: Ég er eins og Ferrari innan um Fiat bíla Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2019 08:00 Zlatan Ibrahimovic Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og hann talaði vægast sagt hreint út í viðtali við ESPN í Bandaríkjunum þar sem hann spilar nú með LA Galaxy í MLS deildinni. Óhætt er að segja að hinn 37 ára gamli Zlatan hafi komið sem stormsveipur inn í bandarísku atvinnumannadeildina en hann hefur skorað 13 mörk í 16 leikjum á yfirstandandi leiktíð auk þess að leggja upp 3 mörk. Zlatan spilaði með Malmö, Ajax, Juventus, Inter Milan, Barcelona, AC Milan, PSG og Man Utd á blómlegum ferli í Evrópu áður en hann færði sig um set til Ameríku. „MLS er ekki í sama flokki og fótboltinn í Evrópu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Zlatan „Þegar ég spilaði í Evrópu spilaði ég með leikmönnum sem voru í mínum gæðaflokki eða nálægt því og þá er auðveldara að tengja við þá. Hér er ég eins og Ferrari innan um fullt af Fiat bílum,“ segir Zlatan, hógvær að vanda. Hann sendir liðsfélögum sínum pillu en kveðst hafa glímt við sama vandamál áður þegar hann lék með sænska landsliðinu. „Það getur komið fyrir að Ferrari-inn verði að Fiat eða að Fiat-inn verði að Ferrari. Ég var í sömu málum með sænska landsliðinu á sínum tíma þó það hafi ekki verið jafn slæmt. Ég sagði þá að ég ætlaði ekki að sætta mig við það. Ég sætti mig ekki við ef ég fæ ekki boltann eða ef hann kemur of seint til mín.“ „Ég vil að liðsfélagar mínir stígi upp og nálgist minn gæðaflokk. Annars verður leikurinn hægari. Fótboltinn hér (í MLS) gæti verið miklu hraðari, miklu taktískari og miklu skilvirkari,“ segir Zlatan jafnframt. Það er risaleikur í MLS á morgun þegar LA Galaxy mætir Los Angeles FC í baráttunni um Englaborgina en síðarnefnda liðið, með Carlos Vela innanborðs, trónir á toppi Vesturdeildarinnar á meðan Zlatan og félagar eru í 3.sæti. Fótbolti Tengdar fréttir Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og hann talaði vægast sagt hreint út í viðtali við ESPN í Bandaríkjunum þar sem hann spilar nú með LA Galaxy í MLS deildinni. Óhætt er að segja að hinn 37 ára gamli Zlatan hafi komið sem stormsveipur inn í bandarísku atvinnumannadeildina en hann hefur skorað 13 mörk í 16 leikjum á yfirstandandi leiktíð auk þess að leggja upp 3 mörk. Zlatan spilaði með Malmö, Ajax, Juventus, Inter Milan, Barcelona, AC Milan, PSG og Man Utd á blómlegum ferli í Evrópu áður en hann færði sig um set til Ameríku. „MLS er ekki í sama flokki og fótboltinn í Evrópu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Zlatan „Þegar ég spilaði í Evrópu spilaði ég með leikmönnum sem voru í mínum gæðaflokki eða nálægt því og þá er auðveldara að tengja við þá. Hér er ég eins og Ferrari innan um fullt af Fiat bílum,“ segir Zlatan, hógvær að vanda. Hann sendir liðsfélögum sínum pillu en kveðst hafa glímt við sama vandamál áður þegar hann lék með sænska landsliðinu. „Það getur komið fyrir að Ferrari-inn verði að Fiat eða að Fiat-inn verði að Ferrari. Ég var í sömu málum með sænska landsliðinu á sínum tíma þó það hafi ekki verið jafn slæmt. Ég sagði þá að ég ætlaði ekki að sætta mig við það. Ég sætti mig ekki við ef ég fæ ekki boltann eða ef hann kemur of seint til mín.“ „Ég vil að liðsfélagar mínir stígi upp og nálgist minn gæðaflokk. Annars verður leikurinn hægari. Fótboltinn hér (í MLS) gæti verið miklu hraðari, miklu taktískari og miklu skilvirkari,“ segir Zlatan jafnframt. Það er risaleikur í MLS á morgun þegar LA Galaxy mætir Los Angeles FC í baráttunni um Englaborgina en síðarnefnda liðið, með Carlos Vela innanborðs, trónir á toppi Vesturdeildarinnar á meðan Zlatan og félagar eru í 3.sæti.
Fótbolti Tengdar fréttir Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00