Fótbolti

Sendir Sarri tóninn: Leitar alltaf að afsökunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri. vísir/getty
Fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, Luicano Moggi, vandar Maurizio Sarri ekki kveðjurnar eftir markalaust jafntefli Juventus gegn Fiorentina á dögunum.Sarri var ósáttur með tímasetninguna á leiknum en hann hófst snemma dags. Mikill hiti var í loftinu og varð niðurstaðan markalaust jafntefli en Fiorentina hefur ekki unnið leik á leiktíðinni.Moggi er ekki ánægður með afsakanir Sarri og segir að hann sé statt og stöðugt að leita sér að afsökunum.„Hans vani er alltaf að leita að afsökunum. Hann gerir þetta hvar sem hann er,“ sagði Moggi við útvarpsstöðina Punto Novo.„Þetta er vont fyrir fótboltann og Juventus er með frábært meistaralið sem getur alltaf unnið leiki en leikur þeirra mun ekki breytast.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.