Innlent

Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm
Stéttarfélagið Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hafi sent ríkissáttasemjara skriflega tilkynningu þess efnis síðdegis í gær, 16. september.Í tilkynningu segir að Efling líti svo á að viðræður við Reykjavíkurborg hafi reynst árangurslausar en þær hafa staðið síðan í febrúar á þessu ári. Kjarasamningurinn sem í hlut á rann út þann 31. mars síðastliðinn.Þá felur eitt helsta ágreiningsmálið í viðræðunum í sér kröfu um styttingu vinnuvikunnar. „Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að tilraunaverkefni á þessu sviði hafi skilað jákvæðum árangri. Engu að síður hefur ekki náðst viðunandi árangur í samtali þar um milli deiluaðila. Þá hefur Eflingu ekki tekist að koma að ýmsum öðrum þáttum í kröfugerð sinni,“ segir í tilkynningu.Þá er haft eftir Sólveigu Önnu að öflug, fjölmenn og samhent samninganefnd Eflingar hefði verið sammála um að vísa viðræðum til ríkissáttasemjara.„Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum. Með því að vísa vonumst við til að breyta því.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.