Fótbolti

Hundur í Higuaín á æfingu | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Higuaín var ekki sáttur með lífið á æfingu Juventus í dag.
Higuaín var ekki sáttur með lífið á æfingu Juventus í dag. vísir/getty

Argentínski framherjinn Gonzalo Higuaín snöggreiddist á æfingu Juventus í dag.

Eftir að hafa ekki náð boltanum fauk í Higuaín sem sparkaði í þjálfara Juventus og lét svo reiði sína bitna á auglýsingaskilti. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.


Higuaín hefur verið í byrjunarliði Juventus í fyrstu þremur leikjum liðsins í ítölsku úrvalsdeildinni og skorað eitt mark.

Hann var lánaður til AC Milan og Chelsea á síðasta tímabili en Maurizio Sarri, nýr knattspyrnustjóri Juventus, ákvað að leggja traust sitt á Argentínumanninn. Higuaín lék undir stjórn Sarris hjá Napoli og Chelsea.

Næsti leikur Juventus er gegn Atlético Madrid í D-riðli í Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

Juventus sló Atlético úr leik, 3-2 samanlagt, í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.