Fótbolti

Hundur í Higuaín á æfingu | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Higuaín var ekki sáttur með lífið á æfingu Juventus í dag.
Higuaín var ekki sáttur með lífið á æfingu Juventus í dag. vísir/getty
Argentínski framherjinn Gonzalo Higuaín snöggreiddist á æfingu Juventus í dag.Eftir að hafa ekki náð boltanum fauk í Higuaín sem sparkaði í þjálfara Juventus og lét svo reiði sína bitna á auglýsingaskilti. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.Higuaín hefur verið í byrjunarliði Juventus í fyrstu þremur leikjum liðsins í ítölsku úrvalsdeildinni og skorað eitt mark.Hann var lánaður til AC Milan og Chelsea á síðasta tímabili en Maurizio Sarri, nýr knattspyrnustjóri Juventus, ákvað að leggja traust sitt á Argentínumanninn. Higuaín lék undir stjórn Sarris hjá Napoli og Chelsea.Næsti leikur Juventus er gegn Atlético Madrid í D-riðli í Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.Juventus sló Atlético úr leik, 3-2 samanlagt, í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.