Íslenski boltinn

Selma Sól með slitið krossband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Selma Sól Magnúsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir vísir/bára

Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Breiðabliks, klárar ekki tímabilið með Blikum því hún er með slitið krossband. Þetta hefur Fótbolti.net eftir Þorsteini Halldórssyni, þjálfar Breiðabliks, í kvöld.

Selma meiddist í toppslagnum við Val á sunnudag, en sá leikur var í næst síðustu umferð Pepsi Max deildar kvenna.

Hún missir því af lokaumferðinni, en þar er mikið undir þar sem Blikar geta orðið Íslandsmeistarar með sigri á Fylki ef Valur tapar fyrir Keflavík.

Þá eru Blikar einnig í Meistaradeild Evrópu, en Breiðablik leiðir einvígi sitt við Sparta Prag í 32-liða úrslitunum 3-2 eftir fyrri leikinn.

Selma er lykilmaður í liði Breiðabliks og á 14 A-landsleiki fyrir Ísland en hún er aðeins 21 árs gömul.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.