Fótbolti

Ronaldo um nauðgunarásakanirnar: Heyrði börnin koma niður stigann og varð að skipta um stöð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik með Juventus fyrr á leiktíðinni.
Cristiano Ronaldo í leik með Juventus fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Cristiano Ronaldo var í ítarlegu viðtali við Piers Morgan sem birtist í gærkvöldi en í viðtalinu fer sá portúgalski um víðan völl.

Meðal þess sem Morgan og Ronaldo ræddu um voru nauðgunarásakanir en Portúgalinn var sakaður um nauðgun á hinni bandarísku Kathryn Morgan á hótelherbergi árið 2009.

Að endingu var málið svo fellt niður, Ronaldo til mikillar gleði, en hann hefur ekki opnað sig mikið um þetta. Hann gerði það þó í gær:

„Tilfinningar mínar voru í spilunum og það er erfitt,“ sagði Ronaldo og ljóst að þetta liggur enn þungt á honum.

„Þú ert með kærustu, fjölskyldu og börn. Þegar þetta er gert er það slæmt og erfitt.“


„Einn daginn var ég heima í stofunni með kærustu minni og svo voru fréttirnar að tala um Cristiano Ronaldo hitt og þetta. Ég heyrði svo börnin koma niður stigann og varð að skipta um stöð.“

„Ég varð vandræðalegur og mér leið illa út af þessu,“ sagði Ronaldo.

Nánari fréttir verða fluttar af viðtalinu á Vísi í dag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.