Fótbolti

Sömdu við hann um leið og hann losnaði úr fangelsinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aleksandr Kokorin.
Aleksandr Kokorin. Getty/Christopher Lee
Rússneska félagið Zenit St Petersburg hefur gert eins árs samning við Aleksandr Kokorin en leikmaðurinn var að sleppa úr fangelsi.Aleksandr Kokorin slapp út fyrr og Zenit var ekki lengi að ganga fram samningi við þennan 28 ára framherja sem mun byrja á því að spila með liðinu út tímabilið.Aleksandr Kokorin og Pavel Mamayev voru báðir dæmdir í fangelsi fyrir óspektir og líkamsárás eftir að þeir réðust á starfsmanna atvinnuráðuneytisins með stól og börðu ökumann í október 2018.Mamayev fékk sautján mánaða dóm en Kokorin átján mánaða dóm. Þeim var báðum sleppt vegna góðrar hegðunar og fengu frelsið í gær.Hámarksdómur fyrir óspektir eru sjö ár í fangelsi.Aleksandr Kokorin var að spila með Zenit þegar hann missti stjórn á sér en Mamayev lék með Krasnodar.Það er búist við því að Mamayev fái líka tækifæri hjá rússnesku fótboltaliði á næstunni.Aleksandr Kokorin hefur leikið 48 landsleiki fyrir Rússa en missti af HM á heimavelli vegna meiðsla. Mamayev á að baki fimmtán landsleiki.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.