Fótbolti

Rússneskir landsliðsmenn líklega á leið í fangelsi eftir líkamsárás

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér eru félagarnir Kokorin og Mamaev.
Hér eru félagarnir Kokorin og Mamaev. vísir/getty

Rússnesku landsliðsmennirnir Aleksandr Kokorin og Pavel Mamaev eiga yfir höfði sér þunga refsingu eftir að hafa gengið í skrokk á embættismanni í Moskvu.

Árásin átti sér stað á kaffihúsi en þeir lömdu embættismanninn meðal annars með stól. Þeir gengu einnig í skrokk á bílstjóra sem var á svæðinu.

Þeir voru formlega kærðir í gær og eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi. Þungavigtarmenn í Rússlandi hafa farið fram á þunga refsingu og félög þeirra hafa einnig fordæmt þessa hegðun. Það hefur allt logað stafna á milli í Rússlandi vegna þessa máls sem þykir einstakt.

Kokorin er 27 ára gamall leikmaður Zenit sem hefur spilað 48 landsleiki fyrir Rússa. Hann missti þó af HM síðasta sumar. Hinn þrítugi Mamaev spilar með Krasnodar og hefur spilað 15 landsleiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.