Fótbolti

Afhroð Real Madrid í París í gær sést best á tölfræðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benzema yppti öxlum.
Benzema yppti öxlum. vísir/getty

Real Madrid sá aldrei til sólar í gærkvöldi er liðið tapaði 3-0 fyrir PSG í stórleik gærkvöldsins í A-riðlinum.

Angel Di Maria kom PSG yfir á 14. mínútu eftir sendingu Juan Bernat og Di Maria tvöfaldaði svo forystuna á 33. mínútu.

Þriðja og síðasta markið skoraði Thomas Meunier eftir laglega skyndisókn í uppbótartíma en aftur var það Juan Bernat sem var arkitektinn.

Leikur Real var ekki upp á marga fiska og það kemur bersýnilega í ljós þegar litið er á tölfræðina úr leiknum.

Madrídarliðið átti ekki skot á markið í leiknum en það er í fyrsta skipti sem það gerist síðan tímabilið 2003/2004. Þeir hafa síðan þá spilað 167 Meistaradeildarleiki.

Þetta er einnig í fyrst skipti síðan 2013 sem Real Madrid tapar tveimur leikjum í röð í Meistaradeildinni en þeir töpuðu gegn Ajax á síðustu leiktíð í 16-liða úrslitunum.

Þeir hafa svo aldrei tapað svona stórt í 1. umferð Meistaradeildarinnar svo það er ljóst að pressan er orðinn enn meiri á Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.