Fótbolti

Tapið í Albaníu þýðir lægsta sæti Íslands á FIFA-listanum í fimm ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísland var síðast svona neðarlega á FIFA-listanum í ágúst 2014.
Ísland var síðast svona neðarlega á FIFA-listanum í ágúst 2014. Getty/ Jean Catuffe
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fellur niður um fimm sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var gefinn út í morgun.Íslenska liðið náði í þrjú stig af sex mögulegum í landsleikjunum í september, vann 3-0 sigur á Moldóvu á heimavelli en tapaði síðan 4-2 út í Albaníu.Íslenska landsliðið var í 36. sæti á síðasta lista en er nú komið niður í 41. sæti. Ísland situr í næsta sæti á undan Rússum.Þjóðirnar sem komust upp fyrir Ísland eru Tyrkland, Suður Kórea, Alsír, Marokkó og Paragvæ.Lars Lagerbäck fer upp um þrjú sæti með norska landsliðið og er nú aðeins sex sætum á eftir íslenska landsliðinu.Íslenska landsliðið hefur ekki verið neðar á listanum síðan í ágúst 2014 þegar liðið var í 46. sæti. Íslenska liðið hækkaði sig um tólf sæti á listanum í september 2014 og hafði ekki farið neðar en 40. sæti síðan.Næstu leikir A-landslið karla eru gegn Frakklandi 11. október og Andorra 14. október. Uppselt er á leikinn gegn Frakklandi en miðasala á leikinn gegn Andorra er í fullum gangi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.