Enski boltinn

Peter Beardsley dæmdur í sjö mánaða bann frá fótbolta vegna rasisma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Beardsley var fundinn sekur um að hafa beitt leikmenn varaliðs Newcastle United kynþáttaníði.
Beardsley var fundinn sekur um að hafa beitt leikmenn varaliðs Newcastle United kynþáttaníði. vísir/getty

Peter Beardsley, fyrrverandi leikmaður Liverpool, Newcastle United og fleiri liða, hefur verið dæmdur í sjö mánaða bann frá fótbolta eftir að beitt leikmenn varaliðs Newcastle kynþáttaníði.

Beardsley kallaði m.a. þeldökkan leikmann varaliðs Newcastle apa.

Beardsley má ekki hafa nein afskipti af fótbolta næstu 32 vikurnar og þá þarf hann að sitja endurmenntunarnámskeið.

Eftir 14 mánaða rannsókn innanhúss hjá Newcastle var Beardsley rekinn frá félaginu fyrr á þessu ári.

Beardsley, sem er 58 ára, lék 59 landsleiki fyrir England og skoraði níu mörk. Hann varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Liverpool og einu sinni bikarmeistari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.