Fótbolti

Solskjær hrósaði Greenwood: „Vann leikinn fyrir okkur“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Greenwood glaður eftir leikinn gegn Astana.
Greenwood glaður eftir leikinn gegn Astana. vísir/getty
Mason Greenwood tryggði Manchester United sigur á Astana, 1-0, með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Þessi 17 ára strákur fékk tækifæri í byrjunarliði United í kvöld og nýtti það vel.„Við vitum að hann [Greenwood] er einn af þeim bestu hjá okkur þegar kemur að því að klára færin sín,“ sagði Ole Solskjær, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn.„Ég er viss um að hann er ánægður með markið. Þetta var frábært tækifæri fyrir ungu strákana. Við hefðum ekki gefið sett þá í byrjunarliðið ef við héldum ekki að þeir væru tilbúnir.“Solskjær var ánægður með ungu leikmennina sem spiluðu fyrir United í kvöld.„Mason vann leikinn fyrir okkur. Angel [Gomes] stóð sig vel og [Tahith] Chong átti góða spretti,“ sagði Solskjær.Næsti leikur United er gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni. Á miðvikudaginn mætir United svo Rochdale í deildabikarnum.„Við erum búnir að halda hreinu í tveimur leikjum í röð og hlökkum til sunnudagsins. Fyrstu vikur tímabilsins er bara einn leikur á viku og þá geturðu ekki gefið öllum tækifæri,“ sagði Solskjær.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.