Fótbolti

Celtic hafði betur í stórleiknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Celtic eru ósigraðir í Skotlandi
Leikmenn Celtic eru ósigraðir í Skotlandi vísir/getty
Celtic hafði betur gegn Rangers í stórleik skosku úrvalsdeildarinnar í dag.

Odsonne Edouard kom gestunum í Celtic yfir á 32. mínútu leiksins með góðu marki eftir sendingu frá Michael Johnston.

Lærisveinar Steven Gerrard í Rangers voru meira með boltann en ógnuðu marki Celtic ekki mikið og áttu aðeins tvö skot á rammann.

Varamðaurinn Jonathan Hayes innsiglaði sigur Celtic með marki upp úr skyndisókn í uppbótartíma.

Dagurinn versnaði svo fyrir Rangers þegar Jordan Jones var sendur af velli með beint rautt spjald á sjöttu mínútu uppbótartímans.

Celtic er því enn með fullt hús stiga á toppi skosku úrvalsdeildarinnar á meðan tapið var það fyrsta hjá Rangers á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×