Enski boltinn

Darmian seldur til Parma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Darmian fékk fá tækifæri á síðasta tímabili.
Darmian fékk fá tækifæri á síðasta tímabili. vísir/getty
Manchester United hefur selt ítalska varnarmanninn Matteo Darmian til Parma.Talið er að kaupverðið sé tæplega 1,5 milljón punda. United keypti Darmain frá Torino fyrir tæpar 13 milljónir punda fyrir fjórum árum.Darmain lék 39 leiki í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili hjá United en aðeins 53 leiki samtals á næstu þremur tímabilum.Á síðasta tímabili lék Darmain aðeins sjö leiki í öllum keppnum.Darmian, sem er 29 ára, vann ensku bikarkeppnina með United 2016 og Evrópudeildina ári síðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.