Fótbolti

Segja PSG hafa leikið á Barcelona í stóra Neymar-málinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar á æfingu PSG í vikunni.
Neymar á æfingu PSG í vikunni. vísir/getty
Brasilíski landsliðsmaðurinn, Neymar, verður áfram hjá PSG þrátt fyrir að hafa reynt að komast burt frá félaginu í allt sumar.

Hinn 27 ára gamli Neymar vildi komast aftur til Barcelona þar sem hann lék áður en hann skipti yfir til Parísarliðsins.

Fjallað hefur verið um möguleg félagaskipti Neymar í allt sumar en í síðustu viku var talið að liðin hefðu komist að samkomulagi.

Börsungar voru fjölmennir í París og ræddu þar við forráðamenn PSG en talið var að verðmiðinn myndi vera í kringum 200 milljónir evra.

Le Parisien greinir nú frá því að það hafi ekkert verið verðmiðinn á Neymar og franska liðið hafi veitt Börsunga í gildru.







Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, hitti forráðamenn PSG fyrr í sumar og sagði hann þeim að verðmiðinn á Neymar færi ekki undir 300 milljónir punda.

Hann vissi að Barcelona gæti aldrei komist nálægt þeim verðmiða því þeir þyrftu að fara að reglum um fjármál knattspyrnufélaga. Samt ákváðu forráðamenn að setjast við samningaborðið með Barcelona. Það reyndist bara leikþáttur.

Leikmenn voru boðnir PSG í staðinn fyrir Neymar en sumir leikmennirnir vildu ekki fara til PSG og öðrum hafði Parísarliðið ekki áhuga á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×