Innlent

Maðurinn sem lést hafði kafað að strýtunum í Eyjafirði

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn sem lést var Bandaríkjamaður á ferðalagi hér á landi.
Maðurinn sem lést var Bandaríkjamaður á ferðalagi hér á landi.

Maðurinn sem lést við köfun í Eyjafirði í gær var erlendur ferðamaður. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 14:00 í gær um köfunarslys við Hjalteyri en lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir voru kallaðar út. Þar að auki var varðskipið Týr nærri slysstað og kom til aðstoðar.

Ferðamaðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann var úrskurðaður látinn. Um var að ræða 64 ára gamlan bandarískan karlmann, fæddur 1955.

Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins en samkvæmt upplýsingum þaðan var ferðamaðurinn í köfunarferða við hverastrýturnar, sem eru einstök náttúruundur fyrir miðjum Eyjafirði, um það bil miðja vegu á milli Víkurskarðs og Hjalteyrar.

Staðurinn var áður þekktur meðal sjómanna í Eyjafirði sem Hverinn, en í logni og sléttum sjó má greina uppstreymi frá þessu svæði.

Strýturnar á þessu svæði eru þrjár en þær rísa 33, 25 og 45 metra frá botni á um 65 metra dýpi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.