Tyrkir sluppu með skrekkinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tyrkir áttu erfitt með að koma boltanum í netið
Tyrkir áttu erfitt með að koma boltanum í netið vísir/getty
Tyrkir rétt náðu að merja sigur á Andorra í riðli Íslands í undankeppni EM 2020 í fótbolta í kvöld.

Fyrir leikinn í kvöld var Andorra án stiga á botni riðilsins eftir fimm umferðir en Tyrkland var í baráttunni við Ísland og Frakkland á toppi riðilsins.

Tyrkir höfðu mikla yfirburði í öllum tölum leiksins. Þeir voru með boltann þrjá fjórðu leiktímans og áttu 29 skot í átt að marki, þó aðeins tíu þeirra hafi ratað á rammann. Andorra átti ekkert skot á rammann.

Það reyndist heimamönnum hins vegar þrautin þyngri að koma boltanum í marknetið og var það ekki fyrr en á 89. mínútu að ísinn brotnaði og Ozan Tufan skoraði sigurmarkið fyrir Tyrki. Lokatölur 1-0.

Markið tryggði það að staðan í riðlinum er óbreytt. Frakkar eru á toppnum, svo koma Tyrkir og þar á eftir Íslendingar en öll eru liðin með 12 stig eftir fimm leiki. Albanir eru með sex, Moldóva þrjú og Andorra enn án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira