Enski boltinn

Allir nýju leikmennirnir tilnefndir en James varð fyrir valinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James hefur skorað þrjú af sjö mörkum Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
James hefur skorað þrjú af sjö mörkum Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty

Daniel James var valinn leikmaður ágústmánaðar hjá Manchester United.


Velski kantmaðurinn, sem kom frá Swansea City í sumar, hefur farið vel af stað með United á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

James hefur skorað þrjú mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum United og er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Allir nýju leikmenn United voru tilnefndir sem besti leikmaður liðsins í ágúst. James fékk 61% atkvæðanna, Aaron Wan-Bissaka 36% og Harry Maguire 3%.

United hefur farið rólega af stað í ensku úrvalsdeildinni og er aðeins með fimm stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.