Fótbolti

Gunnhildur fagnaði sigri í Íslendingaslagnum í Utah

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnhildur Yrsa kom inn sem varamaður hjá Utah gegn Portland.
Gunnhildur Yrsa kom inn sem varamaður hjá Utah gegn Portland. vísir/bára
Utah Royals hafði betur gegn Portland Thorns, 1-0, í Íslendingaslag í bandarísku kvennadeildinni í nótt.



Reynsluboltinn Becky Sauerbrunn skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu.



Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék síðustu 17 mínúturnar fyrir Utah sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Með sigrinum í nótt komst Utah upp í 3. sæti deildarinnar.

Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn fyrir Portland sem er á toppi deildarinnar með 36 stig, fimm stigum á undan North Carolina Courage og Utah. North Carolina á þrjá leiki til góða á Portland.

Þetta var fyrsti leikur Dagnýjar og Gunnhildar eftir landsleikjahléið. Ísland vann þar báða leiki sína í undankeppni EM 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×