Enski boltinn

Gracia rekinn eftir aðeins fjórar umferðir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Javi Garcia þarf að leita sér að vinnu
Javi Garcia þarf að leita sér að vinnu vísir/getty
Javi Gracia varð í dag fyrsti stjórinn til þess að tapa starfi sínu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Watford staðfesti brotthvarf hans í dag.

Watford hefur átt mjög erfitt uppdráttar í upphafi tímabils á Englandi og ekki unnið leik enn. Liðið situr á botni deildarinnar með eitt stig eftir fjórar umferðir.

Gracia hefur aðeins náð í einn sigur í síðustu tíu leikjum sínum með Watford, það var leikur gegn C-deildarliði Coventry í deildarbikarnum í ágúst.

Watford byrjaði síðasta tímabil hins vegar mjög vel og endaði í 11. sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor, sem er þeirra besti árangur í sögu úrvalsdeildarinnar. Þá fór liðið alla leið í úrslit enska bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×