Enski boltinn

Gracia rekinn eftir aðeins fjórar umferðir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Javi Garcia þarf að leita sér að vinnu
Javi Garcia þarf að leita sér að vinnu vísir/getty

Javi Gracia varð í dag fyrsti stjórinn til þess að tapa starfi sínu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Watford staðfesti brotthvarf hans í dag.

Watford hefur átt mjög erfitt uppdráttar í upphafi tímabils á Englandi og ekki unnið leik enn. Liðið situr á botni deildarinnar með eitt stig eftir fjórar umferðir.

Gracia hefur aðeins náð í einn sigur í síðustu tíu leikjum sínum með Watford, það var leikur gegn C-deildarliði Coventry í deildarbikarnum í ágúst.

Watford byrjaði síðasta tímabil hins vegar mjög vel og endaði í 11. sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor, sem er þeirra besti árangur í sögu úrvalsdeildarinnar. Þá fór liðið alla leið í úrslit enska bikarsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.