Sigmundur tjáði sig aftur um Brexit í breskum fjölmiðlum: Hrósar Boris fyrir framgöngu sína Eiður Þór Árnason skrifar 7. september 2019 22:25 Sigmundur tjáði sig um útgöngu Breta úr ESB í breska miðlinum The Spectator á dögunum. Vísir/AP - Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir andstæðinga Boris Johnson ýta Bretum í átt að ómögulegri samningsstöðu gagnvart Evrópusambandinu í viðræðum sínum um útgöngu. Þetta kemur fram í grein Sigmundar sem birtist í breska miðlinum The Spectator á dögunum. Í grein sinni furðar Sigmundur, eða David Gunnlaugsson eins og hann er þar titlaður, sig á því hvernig nokkur maður telji að núverandi staða geti skilað sér í ákjósanlegri niðurstöðu fyrir bresk stjórnvöld. Um leið hrósar Sigmundur þar Boris Johnson og hans fólki fyrir frammistöðu sína við þessar erfiðu aðstæður: „Boris Johnson hefur nú skapað sér og stjórn sinni þá stöðu sem fyrri ríkisstjórn hefði átt að vera búin að gera fyrir þremur árum í samræðum sínum við ESB. Hann hefur gert öllum það ljóst að hann sé ekki í neinni stöðu til að gefa eftir.“Sjá einnig: Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Í stöðuuppfærslu sinni á Facebook þar sem Sigmundur deilir pistli sínum í The Spectator, segir hann að með honum vilji hann gera grein fyrir því að ef „haldi núverandi stjórn sínu stríki og setji lýðræði ofar kerfisræði er hægt komast yfir hindranirnar og klára Brexit.“ „Nú eru liðin meira en 3 ár frá því að breskir kjósendur ákváðu að segja skilið við Evrópusambandið. Allan þann tíma hafa stofnanir og einstaklingar innan landsins og utan leitast við að koma í veg fyrir að lýðræðisleg niðurstaða næði fram að ganga,“ sagði Sigmundur jafnframt í færslunni. „Þótt við Íslendingar höfum átt í útistöðum við bresk stjórnvöld á liðnum áratugum hljótum við að vilja að bresku þjóðinni (eins og öllum þjóðum) vegni vel og lýðræðið fái að njóta sín.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigmundur tjáir sig um Brexit í breskum fjölmiðlum en fyrir rúmri viku hvatti hann Breta í viðtali á Sky News til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir andstæðinga Boris Johnson ýta Bretum í átt að ómögulegri samningsstöðu gagnvart Evrópusambandinu í viðræðum sínum um útgöngu. Þetta kemur fram í grein Sigmundar sem birtist í breska miðlinum The Spectator á dögunum. Í grein sinni furðar Sigmundur, eða David Gunnlaugsson eins og hann er þar titlaður, sig á því hvernig nokkur maður telji að núverandi staða geti skilað sér í ákjósanlegri niðurstöðu fyrir bresk stjórnvöld. Um leið hrósar Sigmundur þar Boris Johnson og hans fólki fyrir frammistöðu sína við þessar erfiðu aðstæður: „Boris Johnson hefur nú skapað sér og stjórn sinni þá stöðu sem fyrri ríkisstjórn hefði átt að vera búin að gera fyrir þremur árum í samræðum sínum við ESB. Hann hefur gert öllum það ljóst að hann sé ekki í neinni stöðu til að gefa eftir.“Sjá einnig: Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Í stöðuuppfærslu sinni á Facebook þar sem Sigmundur deilir pistli sínum í The Spectator, segir hann að með honum vilji hann gera grein fyrir því að ef „haldi núverandi stjórn sínu stríki og setji lýðræði ofar kerfisræði er hægt komast yfir hindranirnar og klára Brexit.“ „Nú eru liðin meira en 3 ár frá því að breskir kjósendur ákváðu að segja skilið við Evrópusambandið. Allan þann tíma hafa stofnanir og einstaklingar innan landsins og utan leitast við að koma í veg fyrir að lýðræðisleg niðurstaða næði fram að ganga,“ sagði Sigmundur jafnframt í færslunni. „Þótt við Íslendingar höfum átt í útistöðum við bresk stjórnvöld á liðnum áratugum hljótum við að vilja að bresku þjóðinni (eins og öllum þjóðum) vegni vel og lýðræðið fái að njóta sín.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigmundur tjáir sig um Brexit í breskum fjölmiðlum en fyrir rúmri viku hvatti hann Breta í viðtali á Sky News til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26
Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30
Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00