Vilja komast í sjóinn í dag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 13:06 Sundkonurnar í Marglyttunum voru svekktar yfir að geta ekki lagt af stað í Ermasundið vegna veðurs. Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. Marglytturnar ætluðu að nýta sér veðurglugga í nótt fyrir boðsund yfir Ermasundið. Ótalmargt þarf að ganga upp líkt og hagstæðir vindar, straumar, ölduhæð og tími flóðs og fjöru. Skipstjóri eftirlitsbáts þeirra taldi aðstæður ekki nógu góðar og ákvað því að fresta förinni að sögn Soffíu Sigurgeirsdóttur, skupuleggjanda. „Við erum að tala um alveg þrettán metra á sekúndu, þá fyrstu fyrstu fjóra til fimm tímana í sundinu og þeim fannst það ekki ganga upp. Ölduhæðin var það mikil og straumar það harðir að þeir treystu sér í raun ekki til að fylgja stefnu og vera við hliðina á sundamanninum," segir Soffía. Ermarsundið hefur verið kallað „Mount Everest sjósundfólks". Leiðin er um 34 kílómetrar; milli borganna Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Margir synda þó í reynd jafnvel tvöfalt lengra vegna harðra strauma. Áætlaður sundtími 16 til 18 klukkustundir en hver og ein marglytta syndir klukkustund í einu. Í nótt hafði öllu verið pakkað, mat, sjóveikisplástrum og auka sundfötum og því voru þær svekktar þegar sundið var blásið af. „Þrátt fyrir vindinn sem mætti okkur þarna á höfninni vildu þær fara af stað," segir Soffía. Kukkan þrjú í dag að íslenskum tíma verður fundað um stöðuna. Séu aðstæður góðar verður lagt af stað. „Í rauninni mætum við bara eins og við séum að leggja af stað með allt dótið og þá verður bara tekin ákvörðun." Ef það gengur ekki upp er spáin góð á þriðjudag. Marglytturnar viilja þó ólmar komast af stað í dag. „Þó að það sé verið að synda yfir nóttina og í myrkri, af því það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á veðurskilyrðin hérna. Við erum bara vogóðar um að fá leyfi til að leggja af stað seinnipartinn í dag," segir Soffía. Sjósund Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sjá meira
Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. Marglytturnar ætluðu að nýta sér veðurglugga í nótt fyrir boðsund yfir Ermasundið. Ótalmargt þarf að ganga upp líkt og hagstæðir vindar, straumar, ölduhæð og tími flóðs og fjöru. Skipstjóri eftirlitsbáts þeirra taldi aðstæður ekki nógu góðar og ákvað því að fresta förinni að sögn Soffíu Sigurgeirsdóttur, skupuleggjanda. „Við erum að tala um alveg þrettán metra á sekúndu, þá fyrstu fyrstu fjóra til fimm tímana í sundinu og þeim fannst það ekki ganga upp. Ölduhæðin var það mikil og straumar það harðir að þeir treystu sér í raun ekki til að fylgja stefnu og vera við hliðina á sundamanninum," segir Soffía. Ermarsundið hefur verið kallað „Mount Everest sjósundfólks". Leiðin er um 34 kílómetrar; milli borganna Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Margir synda þó í reynd jafnvel tvöfalt lengra vegna harðra strauma. Áætlaður sundtími 16 til 18 klukkustundir en hver og ein marglytta syndir klukkustund í einu. Í nótt hafði öllu verið pakkað, mat, sjóveikisplástrum og auka sundfötum og því voru þær svekktar þegar sundið var blásið af. „Þrátt fyrir vindinn sem mætti okkur þarna á höfninni vildu þær fara af stað," segir Soffía. Kukkan þrjú í dag að íslenskum tíma verður fundað um stöðuna. Séu aðstæður góðar verður lagt af stað. „Í rauninni mætum við bara eins og við séum að leggja af stað með allt dótið og þá verður bara tekin ákvörðun." Ef það gengur ekki upp er spáin góð á þriðjudag. Marglytturnar viilja þó ólmar komast af stað í dag. „Þó að það sé verið að synda yfir nóttina og í myrkri, af því það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á veðurskilyrðin hérna. Við erum bara vogóðar um að fá leyfi til að leggja af stað seinnipartinn í dag," segir Soffía.
Sjósund Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent