Innlent

Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna

Birgir Olgeirsson skrifar
Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag.
Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. vísir/jói k.
Tveir erlendir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald grunaðir um að reyna að smygla miklu magni fíkniefna til landsins með Norrænu. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar ferjan kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag.

Lögreglan á Austurlandi í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu fer nú með rannsókn málsins sem er á frumstigi. Mennirnir voru leiddir fyrir Héraðsdóm Austurlands og voru nú fyrir hádegi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tvær vikur að kröfu lögreglustjóra. Lögreglan segir rannsókn málsins á viðkvæmu stigi og mun ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×