Mussila fékk gullverðlaun Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 07:45 Þessi mynd var tekin þegar Margrét tók við Comenius-menntaverðlaununum í júní. Margrét J. Sigurðardóttir er höfundur tölvuleiksins Mussila, sem börn víðs vegar um heim læra tónlist í gegnum. Nýlega fékk Mussila gullverðlaunin Parents Choice Awards sem besta appið. „Þetta eru stærstu verðlaun sem við höfum fengið hingað til. Þau eru okkur gríðarlega mikilvæg því við erum á markaði sem er krefjandi að fara inn á,“ segir Margrét og bendir á að þarna sé notandinn annar en sá sem þarf að kaupa vöruna. „Dómnefndin er skipuð foreldrum sem leita að besta barnaefninu hverju sinni og hún veitir okkur gullverðlaunin. Það hefur mikið að segja fyrir framtíð okkar.“ Í júní síðastliðnum fékk Mussila Comenius-menntaverðlaun sem besta smáforritið og í nóvember 2018 þýsku námsgagnaverðlaunin Pedoegococal Media Awards fyrir besta stafræna efnið fyrir börn. Í heild hafa yfir 500 þúsund notendur náð sér í leikinn víðs vegar um heim. Upphaflega var hann frír, síðan jókst fræðslugildi hans og nú er áskriftarmódel komið á markað. En hvernig hugkvæmdist Margréti þessi leið til tónlistarkennslu? „Þar leiddi eitt af öðru. Ég hafði verið með Hallfríði Ólafsdóttur í verkefninu Maxímús Músikús og við létum gera tölvuleik sem gekk vel. Þá fékk ég sterka trú á að þessi leið hentaði vel, ekki síst í kennslu á nótnalestri og tónfræði. Þegar okkar samstarfi lauk fór ég út í hana af fullum krafti og fyrirtækið Mussila var stofnað 2015. Þar starfa nú fimm manns.“ Söguna rekur Margrét reyndar lengra aftur. Sjálf kveðst hún hafa spilað eftir eyranu frá því hún man eftir sér en einnig farið akademíska leið. „Nótnalesturinn og tónfræðin varð svolítið út undan en þegar ég tók það loksins föstum tökum sá ég svolítið eftir að hafa ekki lært það almennilega í upphafi námsins, þá hefði mér gengið mun betur.“ Hún telur nótur eitthvað sem eigi að kenna börnum á sama tíma og þau læri að lesa. „Þegar spjaldtölvan kom 2010 sá ég strax möguleikana í að nýta hana, því það er svolítill þröskuldur að yfirfæra tónlistina á blað og öfugt, en í tölvunni læra börnin jafnóðum gegnum leik.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikjavísir Tónlist Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Margrét J. Sigurðardóttir er höfundur tölvuleiksins Mussila, sem börn víðs vegar um heim læra tónlist í gegnum. Nýlega fékk Mussila gullverðlaunin Parents Choice Awards sem besta appið. „Þetta eru stærstu verðlaun sem við höfum fengið hingað til. Þau eru okkur gríðarlega mikilvæg því við erum á markaði sem er krefjandi að fara inn á,“ segir Margrét og bendir á að þarna sé notandinn annar en sá sem þarf að kaupa vöruna. „Dómnefndin er skipuð foreldrum sem leita að besta barnaefninu hverju sinni og hún veitir okkur gullverðlaunin. Það hefur mikið að segja fyrir framtíð okkar.“ Í júní síðastliðnum fékk Mussila Comenius-menntaverðlaun sem besta smáforritið og í nóvember 2018 þýsku námsgagnaverðlaunin Pedoegococal Media Awards fyrir besta stafræna efnið fyrir börn. Í heild hafa yfir 500 þúsund notendur náð sér í leikinn víðs vegar um heim. Upphaflega var hann frír, síðan jókst fræðslugildi hans og nú er áskriftarmódel komið á markað. En hvernig hugkvæmdist Margréti þessi leið til tónlistarkennslu? „Þar leiddi eitt af öðru. Ég hafði verið með Hallfríði Ólafsdóttur í verkefninu Maxímús Músikús og við létum gera tölvuleik sem gekk vel. Þá fékk ég sterka trú á að þessi leið hentaði vel, ekki síst í kennslu á nótnalestri og tónfræði. Þegar okkar samstarfi lauk fór ég út í hana af fullum krafti og fyrirtækið Mussila var stofnað 2015. Þar starfa nú fimm manns.“ Söguna rekur Margrét reyndar lengra aftur. Sjálf kveðst hún hafa spilað eftir eyranu frá því hún man eftir sér en einnig farið akademíska leið. „Nótnalesturinn og tónfræðin varð svolítið út undan en þegar ég tók það loksins föstum tökum sá ég svolítið eftir að hafa ekki lært það almennilega í upphafi námsins, þá hefði mér gengið mun betur.“ Hún telur nótur eitthvað sem eigi að kenna börnum á sama tíma og þau læri að lesa. „Þegar spjaldtölvan kom 2010 sá ég strax möguleikana í að nýta hana, því það er svolítill þröskuldur að yfirfæra tónlistina á blað og öfugt, en í tölvunni læra börnin jafnóðum gegnum leik.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikjavísir Tónlist Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira