Mussila fékk gullverðlaun Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 07:45 Þessi mynd var tekin þegar Margrét tók við Comenius-menntaverðlaununum í júní. Margrét J. Sigurðardóttir er höfundur tölvuleiksins Mussila, sem börn víðs vegar um heim læra tónlist í gegnum. Nýlega fékk Mussila gullverðlaunin Parents Choice Awards sem besta appið. „Þetta eru stærstu verðlaun sem við höfum fengið hingað til. Þau eru okkur gríðarlega mikilvæg því við erum á markaði sem er krefjandi að fara inn á,“ segir Margrét og bendir á að þarna sé notandinn annar en sá sem þarf að kaupa vöruna. „Dómnefndin er skipuð foreldrum sem leita að besta barnaefninu hverju sinni og hún veitir okkur gullverðlaunin. Það hefur mikið að segja fyrir framtíð okkar.“ Í júní síðastliðnum fékk Mussila Comenius-menntaverðlaun sem besta smáforritið og í nóvember 2018 þýsku námsgagnaverðlaunin Pedoegococal Media Awards fyrir besta stafræna efnið fyrir börn. Í heild hafa yfir 500 þúsund notendur náð sér í leikinn víðs vegar um heim. Upphaflega var hann frír, síðan jókst fræðslugildi hans og nú er áskriftarmódel komið á markað. En hvernig hugkvæmdist Margréti þessi leið til tónlistarkennslu? „Þar leiddi eitt af öðru. Ég hafði verið með Hallfríði Ólafsdóttur í verkefninu Maxímús Músikús og við létum gera tölvuleik sem gekk vel. Þá fékk ég sterka trú á að þessi leið hentaði vel, ekki síst í kennslu á nótnalestri og tónfræði. Þegar okkar samstarfi lauk fór ég út í hana af fullum krafti og fyrirtækið Mussila var stofnað 2015. Þar starfa nú fimm manns.“ Söguna rekur Margrét reyndar lengra aftur. Sjálf kveðst hún hafa spilað eftir eyranu frá því hún man eftir sér en einnig farið akademíska leið. „Nótnalesturinn og tónfræðin varð svolítið út undan en þegar ég tók það loksins föstum tökum sá ég svolítið eftir að hafa ekki lært það almennilega í upphafi námsins, þá hefði mér gengið mun betur.“ Hún telur nótur eitthvað sem eigi að kenna börnum á sama tíma og þau læri að lesa. „Þegar spjaldtölvan kom 2010 sá ég strax möguleikana í að nýta hana, því það er svolítill þröskuldur að yfirfæra tónlistina á blað og öfugt, en í tölvunni læra börnin jafnóðum gegnum leik.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikjavísir Tónlist Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Margrét J. Sigurðardóttir er höfundur tölvuleiksins Mussila, sem börn víðs vegar um heim læra tónlist í gegnum. Nýlega fékk Mussila gullverðlaunin Parents Choice Awards sem besta appið. „Þetta eru stærstu verðlaun sem við höfum fengið hingað til. Þau eru okkur gríðarlega mikilvæg því við erum á markaði sem er krefjandi að fara inn á,“ segir Margrét og bendir á að þarna sé notandinn annar en sá sem þarf að kaupa vöruna. „Dómnefndin er skipuð foreldrum sem leita að besta barnaefninu hverju sinni og hún veitir okkur gullverðlaunin. Það hefur mikið að segja fyrir framtíð okkar.“ Í júní síðastliðnum fékk Mussila Comenius-menntaverðlaun sem besta smáforritið og í nóvember 2018 þýsku námsgagnaverðlaunin Pedoegococal Media Awards fyrir besta stafræna efnið fyrir börn. Í heild hafa yfir 500 þúsund notendur náð sér í leikinn víðs vegar um heim. Upphaflega var hann frír, síðan jókst fræðslugildi hans og nú er áskriftarmódel komið á markað. En hvernig hugkvæmdist Margréti þessi leið til tónlistarkennslu? „Þar leiddi eitt af öðru. Ég hafði verið með Hallfríði Ólafsdóttur í verkefninu Maxímús Músikús og við létum gera tölvuleik sem gekk vel. Þá fékk ég sterka trú á að þessi leið hentaði vel, ekki síst í kennslu á nótnalestri og tónfræði. Þegar okkar samstarfi lauk fór ég út í hana af fullum krafti og fyrirtækið Mussila var stofnað 2015. Þar starfa nú fimm manns.“ Söguna rekur Margrét reyndar lengra aftur. Sjálf kveðst hún hafa spilað eftir eyranu frá því hún man eftir sér en einnig farið akademíska leið. „Nótnalesturinn og tónfræðin varð svolítið út undan en þegar ég tók það loksins föstum tökum sá ég svolítið eftir að hafa ekki lært það almennilega í upphafi námsins, þá hefði mér gengið mun betur.“ Hún telur nótur eitthvað sem eigi að kenna börnum á sama tíma og þau læri að lesa. „Þegar spjaldtölvan kom 2010 sá ég strax möguleikana í að nýta hana, því það er svolítill þröskuldur að yfirfæra tónlistina á blað og öfugt, en í tölvunni læra börnin jafnóðum gegnum leik.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikjavísir Tónlist Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira