Fótbolti

Móðir Balotelli grét þegar það var klárt að hann myndi spila á Ítalíu á nýjan leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Balotelli er hann var kynntur til leiks.
Balotelli er hann var kynntur til leiks. vísir/getty

Mario Balotelli skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við nýliðanna í Seríu A, Brescia, en hann snýr þar með tilbaka til heimalandsins, Ítalíu.

Balotelli spilaði með Marseille á síðustu leiktíð en hann lék með AC Milan á láni tímabilið 2015/2016. Hann snýr því til baka til Ítalíu eftir þriggja ára dvöl í Frakklandi með Nice og Marseille.

„Þegar ég sagði henni að ég væri að fara spila í Brescia þá byrjaði hún að gráta. Ég bað hana um skoðun á þessu en hún grét bara,“ sagði Balotelli.

Spekingarnir hafa áhyggjur af því að Balotelli sé að setjast nánast í helgan stein með þessum samningi en því er Balotelli ekki sammála.

„Það lítur út fyrir það að þú ert hræddari um að þetta mistakist en ég. Ég er ekki hræddur. Nákvæmlega ekkert. Ég er fínn, ég er rólegur. Þetta er heimili mitt.“

Síðast þegar Balotelli lék á Ítalíu varð hann regulega fyrir kynþáttafordómum en hann vonast til að það heyri sögunni til.

„Ég veit ekki við hverju á að búast. Ég vona að svona hlutir gerist ekki eins og í fortíðinni.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.