Fótbolti

Kolbeinn Birgir til Dortmund

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn Finnsson er farinn til Dortmund.
Kolbeinn Finnsson er farinn til Dortmund. mynd/twitter/brentford

Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun.

Ekki kemur fram hversu hátt kaupverðið er en Kolbeinn hefur leikið með varaliði Brentford síðasta ár eftir að hafa komið frá Jong Groningen.

Kolbeinn var lánaður til Fylkis í sumar þar sem hann lék vel með Árbæjarliðinu. Hann skoraði tvö mörk í þeim þrettán leikjum sem hann spilaði í Pepsi Max-deildinni.

Ekki kemur fram hversu langur samningur Kolbeins er við Dortmund en hann flaug til Þýskaland í síðustu viku og gekk frá kaupum og kjörum.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.