Fótbolti

Rúnar Alex fær aukna samkeppni frá landsliðsmarkverði Senegal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gomis í leik með Senegal í sumar.
Gomis í leik með Senegal í sumar. vísir/getty

Rúnar Alex Rúnarsson fær aukna samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Dijon en Senegalinn Alfred Gomis skrifað í dag undir fjögurra ára samning við franska liðið.

Hinn 25 ára gamli Senegali kemur til félagsins frá ítalska úrvalsdeildarfélaginu, SPAL, en hann hefur aldrei leikið utan Ítalíu.

Hann hefur leikið 46 leiki með SPAL í ítölsku úrvalsdeildinni þar á meðal tuttug á síðustu leiktíð.

„Dijon er félag sem vill þróast, eins og ég sem leikmaður, og það er þess vegna sem ég er hér. Ég var að leitast eftir nýju félagi og ég fann þessa fullkomnu lausn,“ sagði Alfred.

„Ég ólst upp á Ítalíu og hef æft þar svo ég var að leitast eftir nýrri áskorun. Ligue 1 er samkeppnishæf deild þar sem ég held að ég get sýnt mína hæfileika.“

„Það eru margir Senegalar að spila í Frakklandi og það hjálpaði mér að velja þessa deild. Það eru margir góðir sóknarmenn í Frakklandi.“

Gomis spilaði fimm leiki með Senegal í Afríkukeppninni í síðasta mánuði og stóð meðal annars í markinu í úrslitaleiknum gegn Alsír sem tapaðist 1-0 eftir að Edouard Mendy meiddist í riðlakeppninni.

Hann var einnig hluti af hópi senegalska landsliðsins á HM í Rússlandi síðasta sumar en kom ekki við sögu í þremur leikjum Senegal í keppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.