Fótbolti

St. Louis eignast fótboltalið þar sem konur eru meirihlutaeigendur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir þrjú ár verða liðin í MLS-deildinni 28 talsins.
Eftir þrjú ár verða liðin í MLS-deildinni 28 talsins. vísir/getty
Frá og með tímabilinu 2022 spilar fótboltalið frá St. Louis í Missouri í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. 

Liðið frá St. Louis, sem hefur ekki enn fengið nafn, verður 28. liðið í MLS-deildinni. Nýja liðið var kynnt með pompi og prakt í gær.



Konur eru meirihlutaeigendur í St. Louis-liðinu. Það hefur aldrei áður gerst í sögu MLS að konur eigi meirihluta í liði í deildinni.



Í dag eru 24 lið í MLS-deildinni. Á næsta ári hefja tvö ný lið leik í MLS; Inter Miami CF, sem er í eigu Davids Beckham, og Nashville SC. Tímabilið 2021 bætist Austin FC við og ári seinna kemur liðið frá St. Louis inn í deildina.

Stærstu íþróttaliðin í St. Louis eru hafnaboltaliðið St. Louis Cardinals og íshokkíliðið St. Louis Blues sem vann Stanley Cup fyrr á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×