Fótbolti

St. Louis eignast fótboltalið þar sem konur eru meirihlutaeigendur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir þrjú ár verða liðin í MLS-deildinni 28 talsins.
Eftir þrjú ár verða liðin í MLS-deildinni 28 talsins. vísir/getty

Frá og með tímabilinu 2022 spilar fótboltalið frá St. Louis í Missouri í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. 

Liðið frá St. Louis, sem hefur ekki enn fengið nafn, verður 28. liðið í MLS-deildinni. Nýja liðið var kynnt með pompi og prakt í gær.


Konur eru meirihlutaeigendur í St. Louis-liðinu. Það hefur aldrei áður gerst í sögu MLS að konur eigi meirihluta í liði í deildinni.

Í dag eru 24 lið í MLS-deildinni. Á næsta ári hefja tvö ný lið leik í MLS; Inter Miami CF, sem er í eigu Davids Beckham, og Nashville SC. Tímabilið 2021 bætist Austin FC við og ári seinna kemur liðið frá St. Louis inn í deildina.

Stærstu íþróttaliðin í St. Louis eru hafnaboltaliðið St. Louis Cardinals og íshokkíliðið St. Louis Blues sem vann Stanley Cup fyrr á þessu ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.