Fótbolti

Dularfull skilaboð Neymar á Instagram er sögusagnir um framtíð hans halda áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar á æfingu PSG.
Neymar á æfingu PSG. vísir/getty

Sögusagnirnar um framtíð brasilísku stórstjörnuna Neymar halda áfram en bæði Barcelona og Real Madrid eru sögð vilja fá hann til sín.

Hinn 27 ára gamli framherji vill komast burt frá París en hann hefur ekki verið í leikmannahópi PSG í fyrstu tveimur leikjum frönsku meistaranna í úrvalsdeildinni þar í landi.

Nýjasta færsla Neymar á Instagram er ekki til þess að blása á sögusagnirnar um að hann sé á leið burt frá Parísarborg.

„Fólk er hatað þegar það er alvöru og elskað þegar það er falskt,“ skrifaði í Neymar á Instgram „story“ sitt. Hann vitnaði þar með í tónlistarmanninn magnaða, Bob Marley.

Neymar hefur ekki legið á skoðun sinni að hann vilji burt frá París. Á Neymar því væntanlega við að fólk geti ekki elskað hann því hann er alvöru og segir sína skoðun.

Félagaskiptaglugginn lokar 2. september og spurning er hvort að hann endi í höfuðborg Spánar eða Katalóníu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.