Innlent

Áframhaldandi lægð og gul viðvörun á Suðurlandi

Eiður Þór Árnason skrifar
Reikna má með lægð yfir Suðurlandi í dag
Reikna má með lægð yfir Suðurlandi í dag Vísir/Vilhelm

Von er á áframhaldandi lægð framhjá landinu í dag og fylgir henni lítilsháttar eða dálítil úrkoma um sunnanvert landið og hvass vindur við fjöll á Suðurlandi. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að gul viðvörun sé að þessum sökum í gildi í dag á Suður- og Suðausturlandi.

Þó er gert ráð fyrir þurru og björtu veðri norðantil. Hægari austlæg átt á morgun og úrkomulítið, en stöku skúrir í flestum landshlutum. Hiti frá tíu stigum norðaustanlands upp í átján stig á Vesturlandi fyrri partinn.
Greinir veðurfræðingur frá því að fleiri haustlegir dagar séu í nánd en þó sé áfram útlit fyrir svipað hitastig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Austan 5-10 m/s og dálítil ringing austantil á landinu en hægari og bjartviðri um landið vestanvert. Hiti 8 til 17 stig að deiginum, hlýjast vestanlands.

Á föstudag:
Austan og suðaustan 3-8 m/s. Að mestu skýjað og víða lítilsháttar rigning, en þurrt á Norðurlandi. Hiti 9 til 14 stig.

Á laugardag:
Fremur hæg suðlæg eða austlæg átt og stöku skúrir, einkum síðdegis. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, en allt að 13-18 suðvestantil. Rigning í öllu mlandshlutum, fyrst suðvestanlands. Hiti 8 til 15 stig.

Á mánudag:
Suðvestanátt og rigning eða talsverð rigning um landið sunnan- og vestanvert en þurrt og bjartara yfir norðaustantil. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir hæga suðlæga átt, en austlæga átt norðvestantil. Einhver úrkoma í flestum landshlutum, þó síst austantil. Kólnar lítillega.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.