Innlent

Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Skriðusárið í Reynisfjalli er stórt eins og sjá má á þessari mynd.
Skriðusárið í Reynisfjalli er stórt eins og sjá má á þessari mynd. Lögreglan á Suðurlandi
Ekki hefur hrunið meira úr Reynisfjalli ofan við Reynisfjöru frá því í gær en þá féll stór skriða, austan við Hálsnefshelli, sem gekk fram í sjó. Talið er að skriðan sé nokkuð stærri en sú sem féll úr fjallinu árið 2005.

Í samtali við Sigurð Sigurbjörnsson, varðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurlandi í morgun, segir hann að grjóthrun úr skriðusárinu hafi minnkað mikið frá því í gær.

Svæðið austan hellisins er enn lokað og hafa ferðamenn virt lokanir lögreglu á svæðinu. Lögreglan, Vegagerðin og landeigendur hafa ákveðið að funda vegna málsins á föstudag, þar sem næstu skref verða metin. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag og aðstæður enn varhugaverðar.

Vísir

Tengdar fréttir

Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru

Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót.

Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru

Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.