Innlent

Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Skriðusárið í Reynisfjalli er stórt eins og sjá má á þessari mynd.
Skriðusárið í Reynisfjalli er stórt eins og sjá má á þessari mynd. Lögreglan á Suðurlandi

Ekki hefur hrunið meira úr Reynisfjalli ofan við Reynisfjöru frá því í gær en þá féll stór skriða, austan við Hálsnefshelli, sem gekk fram í sjó. Talið er að skriðan sé nokkuð stærri en sú sem féll úr fjallinu árið 2005.

Í samtali við Sigurð Sigurbjörnsson, varðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurlandi í morgun, segir hann að grjóthrun úr skriðusárinu hafi minnkað mikið frá því í gær.

Svæðið austan hellisins er enn lokað og hafa ferðamenn virt lokanir lögreglu á svæðinu. Lögreglan, Vegagerðin og landeigendur hafa ákveðið að funda vegna málsins á föstudag, þar sem næstu skref verða metin. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag og aðstæður enn varhugaverðar.

Vísir

Tengdar fréttir

Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru

Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót.

Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru

Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.