Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2019 12:15 Fíkniefnahundur Tollgæslunnar við leit í ferðatösku Vísir/Jóhann K. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur haldlagt mun minna magn af hassi það sem af er ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Yfirtollvörður á flugvellinum segir jafnframt að innflutningur ólöglegra lyfja hafi fækkað um helming frá áramótum. Jóhann K. Jóhannsson. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur fjöldi fíkniefnamála sem upp hafa komið á Keflavíkurflugvelli, fyrstu sex mánuði ársins, nær staðið í stað samanborið við síðasta ár en þó er innihaldið í hverri og einni sendingu mun meira en áður. „Það sem er kannski að breytast er að magnið sem er í hverri sendingu, ef við tökum til dæmis meðaltal á haldlögðum sendingum núna á kókaíni, þá erum við með svona í kringum 1,2 kíló í hverri sendingu núna á móti rúmum 600 grömmum í fyrra, þannig að við erum kannski að sjá stærri sendingar,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli.Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Bladur HrafnkellMikið lagt á sig til að fela efnin í ferðatöskum Guðrún segir að innflutningsaðferðir hafi breyst og er mikið lagt á sig til þess að reyna fela efnin í sérútbúnum ferðatöskum. Það sem af er ári hefur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli haldlagt tíu kíló af kókaíni en kannabismálum hefur fækkað umtalsvert. Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. „Hass sem slíkt hefum við ekki verið að sjá eins og núna við höfum hins vegar verið að sjá töluvert af kannabisolíunni og þá er hún að koma inn í gegnum hraðsendingarnar suðurfrá,“ segir Guðrún. Þá segir Guðrún Sólveig að innflutningur á ólöglegum lyfjum hafi fækkað. „Ef við tökum bara lyfjamálin, þá eru þau helmingi færri núna miðað við síðasta ár en við erum samt að sjá stórar sendingar. Við erum komin í 7500 töflur til dæmis af OxyContin þar sem af er ári,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur haldlagt mun minna magn af hassi það sem af er ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Yfirtollvörður á flugvellinum segir jafnframt að innflutningur ólöglegra lyfja hafi fækkað um helming frá áramótum. Jóhann K. Jóhannsson. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur fjöldi fíkniefnamála sem upp hafa komið á Keflavíkurflugvelli, fyrstu sex mánuði ársins, nær staðið í stað samanborið við síðasta ár en þó er innihaldið í hverri og einni sendingu mun meira en áður. „Það sem er kannski að breytast er að magnið sem er í hverri sendingu, ef við tökum til dæmis meðaltal á haldlögðum sendingum núna á kókaíni, þá erum við með svona í kringum 1,2 kíló í hverri sendingu núna á móti rúmum 600 grömmum í fyrra, þannig að við erum kannski að sjá stærri sendingar,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli.Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Bladur HrafnkellMikið lagt á sig til að fela efnin í ferðatöskum Guðrún segir að innflutningsaðferðir hafi breyst og er mikið lagt á sig til þess að reyna fela efnin í sérútbúnum ferðatöskum. Það sem af er ári hefur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli haldlagt tíu kíló af kókaíni en kannabismálum hefur fækkað umtalsvert. Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. „Hass sem slíkt hefum við ekki verið að sjá eins og núna við höfum hins vegar verið að sjá töluvert af kannabisolíunni og þá er hún að koma inn í gegnum hraðsendingarnar suðurfrá,“ segir Guðrún. Þá segir Guðrún Sólveig að innflutningur á ólöglegum lyfjum hafi fækkað. „Ef við tökum bara lyfjamálin, þá eru þau helmingi færri núna miðað við síðasta ár en við erum samt að sjá stórar sendingar. Við erum komin í 7500 töflur til dæmis af OxyContin þar sem af er ári,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30