Norðmenn verði augu og eyru NATO í norðri, ekki Bandaríkin Kristján Már Unnarsson skrifar 21. ágúst 2019 22:37 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í Viðey í gær. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðmenn fyrst og fremst, en hvorki Bandaríkjamenn né Bretar, eigi að vera augu og eyru Atlantshafsbandalagsins í norðri. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Við rifjuðum upp með Ernu Solberg í Viðey í gær þau sameiginlegu tengsl sem Noregur og Ísland ættu við Grænland allt frá tímum Eiríks rauða og, - áður en fréttist af ákvörðun Trumps í nótt um að aflýsa Danmerkurheimsókn, - spurðum við hvað forsætisráðherra Noregs þætti um áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland.Erna Solberg í viðtali við Stöð 2 að loknum fundi leiðtoga Norðurlandanna með kanslara Þýskalands í Viðey.Mynd/Egill Aðalsteinsson.„Það verður að virða það að Grænland hefur sjálfsákvörðunarrétt og það er Danmörk sem hefur lögsögu í landinu. Það er ekkert land sem gefur frá sér yfirráð með þessum hætti. Það hefðum við ekki gert, ef við værum í þessari stöðu,“ svarar Erna og minnir á að í Kílarsamningnum 1814 eftir Napóleonsstríðið lentu bæði Færeyjar og Grænland undir yfirráðum Danmerkur í stað þess að fylgja Noregi, sem var móðurlandið. En er í raun ekki alvarlegri undirtónn í ósk Bandaríkjaforseta sem felur í sér meiri spennu á norðurslóðum?Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti áhuga sinn á að kaupa Grænland í viðtali í fyrradag.Mynd/AP.Erna Solberg segir Norðmenn leggja höfuðáherslu á að halda spennu í lágmarki á þessu svæði. Samráðsvettvangur norðurslóða eigi að vera í Norðurskautsráðinu á borgaralegum grunni fyrst og fremst, þar eigi að leita lausna í góðri samvinnu. „Rússar hafa aukið starfsemi sína á svæðinu á milli Noregs og Íslands en ég er þeirrar skoðunar að það sé Noregur sem eigi að vera augu og eyru NATO í norðri. En ekki Bandaríkjamenn eða Bretar eða aðrar þjóðir, heldur fyrst og fremst Noregur,“ segir forsætisráðherra Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bandaríkin Grænland NATO Norðurslóðir Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðmenn fyrst og fremst, en hvorki Bandaríkjamenn né Bretar, eigi að vera augu og eyru Atlantshafsbandalagsins í norðri. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Við rifjuðum upp með Ernu Solberg í Viðey í gær þau sameiginlegu tengsl sem Noregur og Ísland ættu við Grænland allt frá tímum Eiríks rauða og, - áður en fréttist af ákvörðun Trumps í nótt um að aflýsa Danmerkurheimsókn, - spurðum við hvað forsætisráðherra Noregs þætti um áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland.Erna Solberg í viðtali við Stöð 2 að loknum fundi leiðtoga Norðurlandanna með kanslara Þýskalands í Viðey.Mynd/Egill Aðalsteinsson.„Það verður að virða það að Grænland hefur sjálfsákvörðunarrétt og það er Danmörk sem hefur lögsögu í landinu. Það er ekkert land sem gefur frá sér yfirráð með þessum hætti. Það hefðum við ekki gert, ef við værum í þessari stöðu,“ svarar Erna og minnir á að í Kílarsamningnum 1814 eftir Napóleonsstríðið lentu bæði Færeyjar og Grænland undir yfirráðum Danmerkur í stað þess að fylgja Noregi, sem var móðurlandið. En er í raun ekki alvarlegri undirtónn í ósk Bandaríkjaforseta sem felur í sér meiri spennu á norðurslóðum?Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti áhuga sinn á að kaupa Grænland í viðtali í fyrradag.Mynd/AP.Erna Solberg segir Norðmenn leggja höfuðáherslu á að halda spennu í lágmarki á þessu svæði. Samráðsvettvangur norðurslóða eigi að vera í Norðurskautsráðinu á borgaralegum grunni fyrst og fremst, þar eigi að leita lausna í góðri samvinnu. „Rússar hafa aukið starfsemi sína á svæðinu á milli Noregs og Íslands en ég er þeirrar skoðunar að það sé Noregur sem eigi að vera augu og eyru NATO í norðri. En ekki Bandaríkjamenn eða Bretar eða aðrar þjóðir, heldur fyrst og fremst Noregur,“ segir forsætisráðherra Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bandaríkin Grænland NATO Norðurslóðir Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32