Fótbolti

Real Madrid bauð 90 milljónir punda og þrjá leikmenn fyrir Neymar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar hefur ekki enn spilað með PSG á tímabilinu.
Neymar hefur ekki enn spilað með PSG á tímabilinu. vísir/getty

Real Madrid bauð Paris Saint-Germain rúmlega 90 milljónir punda og Gareth Bale, James Rodríguez og Keylor Navas fyrir Brasilíumanninn Neymar samkvæmt heimildum L'Equipe. 

PSG sagði hins vegar nei við þessu rosalega tilboði Real Madrid.


Neymar hefur aðallega verið orðaður við sitt gamla félag, Barcelona, í sumar. Erkifjendurnir í Real Madrid hafa einnig mikinn áhuga á Brassanum.

PSG keypti Neymar frá Barcelona fyrir tæpar 200 milljónir punda fyrir tveimur árum. Hann hefur tvisvar sinnum orðið franskur meistari með PSG.

Liðin í Evrópu hafa frest til 31. ágúst til að ganga frá félagaskiptum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.