Fótbolti

Vela gerði grín að varnarmönnum og markverði Salt Lake | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carlos Vela í leik með LA FC.
Carlos Vela í leik með LA FC. vísir/getty
Carlos Vela heldur áfram að finna sig í MLS-deildinni í Bandaríkjunum en hann hefur farið á kostum með Los Angeles FC á leiktíðinni.Mexíkóinn sem var samningsbundinn Arsenal á árunum 2005 til 2012 gekk í raðir Los Angeles á síðustu leiktíð.Hann hefur leikið við hvern sinn fingur í ár. Í þeim 24 leikjum sem hann hefur spilað fyrir félagið hefur hann skorað 24 mörk og lagt upp tíu mörk.Eitt þessara marka kom í nótt er hann skoraði eitt marka LA í 2-0 sigri á Salt Lake. Markið var af dýrari gerðinni og má sjá hér að neðan.

LA FC er á toppi Vesturdeildarinnar en þeir hafa unnið nítján af þeim 26 leikjum sem liðið hefur spilað. Liðið er lang efst en Minnesota er í öðru sætinu með nítján stigum minna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.