Fótbolti

Vela gerði grín að varnarmönnum og markverði Salt Lake | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carlos Vela í leik með LA FC.
Carlos Vela í leik með LA FC. vísir/getty

Carlos Vela heldur áfram að finna sig í MLS-deildinni í Bandaríkjunum en hann hefur farið á kostum með Los Angeles FC á leiktíðinni.

Mexíkóinn sem var samningsbundinn Arsenal á árunum 2005 til 2012 gekk í raðir Los Angeles á síðustu leiktíð.

Hann hefur leikið við hvern sinn fingur í ár. Í þeim 24 leikjum sem hann hefur spilað fyrir félagið hefur hann skorað 24 mörk og lagt upp tíu mörk.

Eitt þessara marka kom í nótt er hann skoraði eitt marka LA í 2-0 sigri á Salt Lake. Markið var af dýrari gerðinni og má sjá hér að neðan.
LA FC er á toppi Vesturdeildarinnar en þeir hafa unnið nítján af þeim 26 leikjum sem liðið hefur spilað. Liðið er lang efst en Minnesota er í öðru sætinu með nítján stigum minna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.