Hestafræðingur leiðir endurskoðun á fæðingarorlofi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2019 14:34 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað nefnd í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof. Formaður nefndarinnar er hestafræðingurinn Friðrik Már Sigurðsson, formaður byggðarráðs Húnaþings vestra og fulltrúi í félagsþjónustunefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Á Facebook-síðu Friðriks Más kemur fram að hann stundaði nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands og er sérhæfður í þjálfun og reiðkennslu. Þá er hann virkur í Framsóknarflokknum, þar sem hann hefur boðið sig fram á lista flokksins í Húnaþingi vestra en hann skipaði fjórða sæti á lista Framsóknar og framfararsinna í síðustu sveitarstjórnakosningum. Friðrik er í karlakórnum Lóuþrælum og rekur hestabúgarðinn Lækjamót í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann er búsettur á Hvammstanga en þar er fæðingarorlofssjóður einmitt staðsettur. Aðrir nefndarmenn eru Bjarnheiður Gautadóttir, skrifstofustjóri vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar hjá félagsmálaráðuneytinu, Maríanna Traustadóttir tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, Andri Valur Ívarsson tilnefndur af Bandalagi háskólamanna, Magnús Már Guðmundsson tilnefndur af BSRB, Bryndís Gunnlaugsdóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hlynur Hreinsson tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Álfheiður Mjöll Sívertsen tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og Unnur Sverrisdóttir tilnefnd af Vinnumálastofnun.Friðrik Már Sigurðsson.StjórnarráðiðNefndin mun hafa það hlutverk að endurskoða lögin í heild sinni og vinna frumvarp þar sem meðal annars verði brugðist við fyrirliggjandi álitum frá umboðsmanni Alþingis. Jafnframt er gert ráð fyrir að í frumvarpinu verði kveðið á um lengingu á samanlögðum rétti foreldra til fæðingarorlofs í tólf mánuði vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar. Er það í samræmi við stefnu stjórnvalda þess efnis að efla fæðingarorlofskerfið en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur. Fyrsti hluti þess kemur til framkvæmda um næstu áramót þegar réttur foreldra til fæðingarorlofs verður lengdur úr níu mánuðum í tíu. Gert er ráð fyrir að vinnu nefndarinnar ljúki á haustmánuðum árið 2020 þannig að unnt verði að leggja fram frumvarp á haustþingi það ár. „Árið 2020 verða tuttugu ár liðin frá gildistöku laganna. Af því tilefni er við hæfi að þau verði endurskoðuð í heild. Lögin voru á margan hátt byltingarkennd á sínum tíma enda var Ísland fyrsta landið í heiminum til að veita feðrum og mæðrum jafnan sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Margt hefur áunnist í þessum efnum á undanförnum árum en enn er þó rúm til að gera betur auk þess sem nauðsynlegt er að endurskoða ýmsa þætti laganna í takt við tímann,“ segir Ásmundur Einar. Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Hestar Vistaskipti Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað nefnd í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof. Formaður nefndarinnar er hestafræðingurinn Friðrik Már Sigurðsson, formaður byggðarráðs Húnaþings vestra og fulltrúi í félagsþjónustunefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Á Facebook-síðu Friðriks Más kemur fram að hann stundaði nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands og er sérhæfður í þjálfun og reiðkennslu. Þá er hann virkur í Framsóknarflokknum, þar sem hann hefur boðið sig fram á lista flokksins í Húnaþingi vestra en hann skipaði fjórða sæti á lista Framsóknar og framfararsinna í síðustu sveitarstjórnakosningum. Friðrik er í karlakórnum Lóuþrælum og rekur hestabúgarðinn Lækjamót í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann er búsettur á Hvammstanga en þar er fæðingarorlofssjóður einmitt staðsettur. Aðrir nefndarmenn eru Bjarnheiður Gautadóttir, skrifstofustjóri vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar hjá félagsmálaráðuneytinu, Maríanna Traustadóttir tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, Andri Valur Ívarsson tilnefndur af Bandalagi háskólamanna, Magnús Már Guðmundsson tilnefndur af BSRB, Bryndís Gunnlaugsdóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hlynur Hreinsson tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Álfheiður Mjöll Sívertsen tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og Unnur Sverrisdóttir tilnefnd af Vinnumálastofnun.Friðrik Már Sigurðsson.StjórnarráðiðNefndin mun hafa það hlutverk að endurskoða lögin í heild sinni og vinna frumvarp þar sem meðal annars verði brugðist við fyrirliggjandi álitum frá umboðsmanni Alþingis. Jafnframt er gert ráð fyrir að í frumvarpinu verði kveðið á um lengingu á samanlögðum rétti foreldra til fæðingarorlofs í tólf mánuði vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar. Er það í samræmi við stefnu stjórnvalda þess efnis að efla fæðingarorlofskerfið en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur. Fyrsti hluti þess kemur til framkvæmda um næstu áramót þegar réttur foreldra til fæðingarorlofs verður lengdur úr níu mánuðum í tíu. Gert er ráð fyrir að vinnu nefndarinnar ljúki á haustmánuðum árið 2020 þannig að unnt verði að leggja fram frumvarp á haustþingi það ár. „Árið 2020 verða tuttugu ár liðin frá gildistöku laganna. Af því tilefni er við hæfi að þau verði endurskoðuð í heild. Lögin voru á margan hátt byltingarkennd á sínum tíma enda var Ísland fyrsta landið í heiminum til að veita feðrum og mæðrum jafnan sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Margt hefur áunnist í þessum efnum á undanförnum árum en enn er þó rúm til að gera betur auk þess sem nauðsynlegt er að endurskoða ýmsa þætti laganna í takt við tímann,“ segir Ásmundur Einar.
Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Hestar Vistaskipti Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira