Innlent

Fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Vísir/Vilhelm
Karlmaður á fimmtugsaldri, vistmaður á Litla-Hrauni, fannst látinn í klefa sínum í morgun. Mbl.is greindi fyrst frá.

„Í morgun þegar að opnað var inn í klefa þá var vistmaður þar látinn,“ segir Páll í samtali við Vísi.

„Lögreglu var tilkynnt um málið,“ segir Páll en viðbragðsáætlun hafi farið í gang. Ekkert bendi til þess að að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Aðstandendum hafi verið tilkynnt um andlátið.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var umræddur fangi að sitja af sér stuttan dóm.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.