Erlent

Þverneitar að hafa brotlent nýrri flugvél sinni viljandi til að vekja athygli á sér

Birgir Olgeirsson skrifar
Flugmaðurinn er hinn 34 ára gamli David Lesh.
Flugmaðurinn er hinn 34 ára gamli David Lesh. Twitter

Bandarískur flugmaður hefur vakið mikla athygli fyrir að festa á myndband afleiðingar þess þegar hann brotlenti flugvél sinni í sjóinn undan strönd San Francisco-borgar síðastliðinn þriðjudag.

Flugmaðurinn er hinn 34 ára gamli David Lesh. Hann var á ferð í flugvél sinni ásamt vinkonu sinni Kayla þegar vélin missti afl.

Þau höfðu verið á flugi yfir svæðið ásamt annarri flugvél þegar ógæfan dundi.

Lesh mætti í viðtal hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni CBC þar sem hann þverneitaði fyrir að um kynningarbrellu hafi verið að ræða. Lesh hefur sjálfur lýst sér á samfélagsmiðlum sem ofurhugi. 

„Af mörgum ástæðum er það ekki rétt. Fyrir það fyrsta, þá var ég nýbúinn að kaupa þessa flugvél. Ég var afar stoltur af henni og þetta var jómfrúarflugið,“ sagði Lesh. „Ef þú heldur að ég hafi brotlenti nýju vélinni minni í Kyrrahafið, þá þarftu að athuga þinn gang,“ sagði Lesh.

CBC greindi frá því að bandaríska Landhelgisgæslan hefði birt myndband af björgun Lesh þar sem mátti sjá hann taka myndband af öllu ferlinu. Er Lesh sagður hafa farið fram á tvö þúsund dollara í greiðslu frá fjölmiðlum fyrir að sýna myndböndin.

Önnur flugvél hafði flogið á undan flugvél Leash þar sem ætlunin var að taka myndir af flugvélinni hans Lesh. Flugmaður hinnar vélarinnar, Owen Leipelt, tók eftir því að flugvélin hans Lesh fór í sjóinn og hafði samstundis samband við flugmálayfirvöld og Landhelgisgæsluna.

Lesh og vinkona hans slösuðust ekki alvarlega og þáðu ekki læknishjálp þegar þau voru komin í land. 

Hér fyrir neðan má sjá þegar vélin fór í sjóinn:Hér má sjá þegar David Lesh og vinkonan hans er komin úr vélinni og í sjóinn:Hér má sjá þegar vélin sekkur:Hér má sjá þegar honum er bjargað af Landhelgisgæslunni:

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.